Twitter Aravind Ajith

Twitter Aravind Ajith


Er hægt að nota Twitter í kennslu? Jú líklegast.
Ég verð að viðurkenna það að ég er ekki Twitter manneskja en ég sé alveg kosti Twitter og get ímyndað mér að það sé hægt að nota Twitter til að halda aðeins utanum kennslu. Twitter gæti t.d. komið að notum til að senda nemendum smáskilaboð, eins og að minna þá á skilafresti (sé maður þannig kennari), láta vita af áhugaverðri umfjöllun varðandi námsefnið eða eitthvað þess háttar. Nemendur geta einnig notað Twitter til að koma skilaboðum til kennara um framvindu náms með Twitter.
Kostur Twitter, sem getur einnig talist til galla, eru þessi 140 stafabil sem notendur fá til að tjá sig. Þannig verða þeir sem nota Twitter að temja sér knappan samskiptastíl.

Mynd: Aravind Ajith, http://thedesignsuperhero.com/2008/10/free-psds-give-away-high-resolution-twitter-bird-icons/