Menntaskrif

Þessi þjónusta er á vegum Menntasmiðju og hugsuð fyrir einstaklings-kennslu- og verkefnavefi sem ekki þarf að sækja um sérstaklega. Vefurinn er opinn frá því notandi stofnar hann og lifir jafn lengi og notandanafn hans nema um annað sé samið. Kerfið er í senn einfalt og öflugt og ætti hver sem er að geta sett upp vef og komið sínum upplýsingum á framfæri. Hægt er að velja margs konar útlit. Hver notandi getur í fyrstu aðeins stofnað einn vef en síðan sótt um fleiri, tengda sínu notendanafni. Nánari upplýsingar: servefirmvs@hi.is

Færslur og síður

Í WordPress eru tvær megin síðugerðir, færslur og síður (e. posts and pages).

  • Fæslur (e.posts) eru hugsaðar fyrir kvikt efni, eins og fréttir og dagbókarfærslur. Færslur eru fyrst og fremst flokkaðar eftir birtingartíma.
  • Síður (e.pages) eru hugsaðar fyrir “kyrrstætt” efni. Þeim er hægt að raða í veftré.

Með réttu vali á síðugerðum má stýra yfirbragði vefsins.

Skilmálar

  • Háskólaborgarar með notandanafn hjá rhi geta sjálfir stofnað vef. Miðlæg auðkenning tölvukerfa háskólans er notuð til að stýra aðgangi að ritli vefsins. Slóð er á forminu http://skrif.hi.is/notandanafn
  • Vefurinn er opinn frá því notandi stofnar hann og lifir jafn lengi og notandanafn hans. Vef er lokað eftir að notandanafn verður ógilt.  Þegar vef er lokað er öllu efni hans hent nema um annað sé samið. Notandi getur sjálfur tekið afrit af efni sínu á auðveldan hátt áður en honum er lokað.
  • Vefjum  sem stofnaðir kunna að verða af háskólaborgurum utan Menntavísindasviðs verður lokað á sama hátt og um ígilt notendanafn og öllu efni hans eytt nema um annað sé samið.
  • Hver notandi fær 20mb af plássi fyrir sinn vef.
  • Notendur bera alla ábyrgð á efni vefs síns.