‘Let’s go outside’: Icelandic teachers’ views of using the outdoors

14. October , 2014 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on ‘Let’s go outside’: Icelandic teachers’ views of using the outdoors

Út er komin greinin ‘Let’s go outside’: Icelandic teachers’ views of using the outdoors í tímaritinu Education 3-13: International Journal of Primary, Elementary and Early Years Education og hægt er að nálgast á http://dx.doi.org/10.1080/03004279.2014.961946
Þessi grein er unnin upp úr viðtölum sem Auður Pálsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Kristín Norðdahl tóku við 25 kennara sem voru þátttakendur í GETU-verkefninu. Í þessari grein var unnið úr þeim hluta viðtalanna sem tengdist viðhorfum til nýtingar útiumhverfis í námi barna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að kennararnir mátu námsmöguleika útiumhverfisins meira en mögulegar hættur sem gætu stafað að börnum úti. Þeir töldu að útiumhverfið biði upp á möguleika til að a) ýta undir leik og nám barna, b) efla heilbrigði þeirra og vellíðan svo og hugrekki, og c) hafa áhrif á viðhorf barna, þekkingu þeirra og aðgerðir til sjálfbærni.
Mig langar fyrir hönd okkar Ingólfs, sem skrifuðum þessa grein, að þakka ykkur sem tókuð þátt í viðtölunum kærlega fyrir samvinnuna. Án hennar hefði þessi grein ekki orðið að veruleika. Hér má nálgast greinina í viðhengi.
Bestu kveðjur,
Kristín Norðdahl


Lærdómar af sjálfbærnimenntun í Bentley-framhaldskólanum í Melbourne

10. May , 2013 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on Lærdómar af sjálfbærnimenntun í Bentley-framhaldskólanum í Melbourne

Næstkomandi miðvikudag, 15. maí klukkan 15:00–16:30 mun Bill Thomas þróunarstjóri framhaldsskóla flytja erindi sem hann kallar: Lærdómar af sjálfbærnimenntun í Bentley-framhaldskólanum í Melbourne.
Kynnt verður meðal annars sólar- og vindorkuframleiðsla Bentley-skólans, þróun endurheimtar á votlendi og skógi á skólalóðinni sem er í þéttbýli, frumbyggjamenningarsetur og vatnssparnaðarkerfi sem leiddi til 91% minni vatnsnotkunar. Málstofan er á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs. Kynning verður flutt á ensku en fyrirspurnir frá áheyrendum verða túlkaðar ef óskað er eftir.

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, nánar tiltekið í stofu K208 og er öllum opinn.

Nánari upplýsingar á vef H Í


Ráðstefna til heiðurs Stefáni Bergmann sjötugum

14. May , 2012 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on Ráðstefna til heiðurs Stefáni Bergmann sjötugum

24. maí 2012 kl. 13:00–15:30 verður haldin ráðstefna til heiðurs Stefáni Bergmann sjötugum. Ráðstefnan, sem ber heitið Náttúra og umhverfi í skólastarfi, verður haldin í húsnæði HÍ við Stakkahlíð – Skriðu. Ráðstefnan er  öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Sjá dagskrá


Grænfánaafhending á Álftanesi

20. December , 2011 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on Grænfánaafhending á Álftanesi

Það ríkti mikil hátíðarstemmning á Álftanesinu 1. desembersíðastliðinn þegar Náttúruleikskólinn Krakkakot og Álftanesskóli fengu afhentan Grænfánann í þriðja og fjórða sinn. Skólarnir voru með sameiginlega dagskrá í Íþróttamiðstöð Álftaness þar sem um 700 manns voru saman komnir, nemendur og starfsfólk skólanna ásamt gestum. Umhverfisráðherra, Svandís Svarvarsdóttir, afhenti skólunum Grænfánann og nemendur voru með metnaðarfulla dagskrá með söng og tískusýningu úr efniviði sem hefur verið lagður til hliðar og annars verið hent.
Metnaðarfull umhverfisfræðsla er nú í öllum skólum sveitarfélagsins þar sem báðir leikskólarnir Holtakot og Krakkakot ásamt Álftanesskóla flagga nú Grænfánanum. Holtakot fékk fánann afhentan í fyrsta skipti í desember 2010.


,,Við gáfum trjánum að borða”

19. December , 2011 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on ,,Við gáfum trjánum að borða”

Það ríkti mikil gleði þegar að fulltrúi Landverndar afhenti starfsfólki og leikskólabörnum Tjarnarsels Grænfánann  á jólafjölskylduhátíð leikskólans í Kirkjulundi, 7.desember s.l. Leikskólinn var að fá fánann í þriðja sinn  en til að flagga Grænfánanum þarf að endurnýja hann á tveggja ára fresti og setja sér ný markmið eftir hverja afhendingu.  Í þessum áfanga er framlag leikskólans til umhverfismála ,,Moltuvinnsla með þátttöku leikskólabarna og uppgræðsla í samvinnu við grenndarsamfélagið”.  Fyrir þá sem vita ekki hvað molta er, þá er hún unnin úr lífrænum úrgangi/matarleifum sem fellur til í leikskólanum. Eftir ákveðinn tíma verður úrgangurinn að moltu sem líkist frjósömum jarðvegi.  Leikskólabörnin gáfu trjánum í skógræktinni uppi á Vatnsholti moltu að ,,borða” sem kemur í staðinn fyrir tilbúinn áburð.
Í þessum áfanga áttum við einstakalega gott samstarf við starfsfólks þjónustumiðstöðvarinnar og nutum þekkingu og ráðgjafar  þeirra við moltuvinnsluna.  Þegar við leituðum til þeirra var alltaf tekið jákvætt á málum og leitast við að leysa þau. Vonandi á þetta samstarf eftir að dafna og þróast á næstu árum.


Hvað getum við gert?

22. September , 2011 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on Hvað getum við gert?

David_Suzuki.netauglýsing - lok

Hinn víðfrægi heimildamyndagerðarmaður, þáttastjórnandi og umhverfisfræðingur Dr. David Suzuki, fyrrum prófessor við University of British Columbia, heldur hátíðarfyrirlestur á málþingi Háskóla Íslands laugardaginn 1. október 2011 kl.16:15.

Málþingið nefnist HVAÐ GETUM VIÐ GERT? og fjallar um hvers vegna svo erfitt reynist að fá viðbrögð almennings og stjórnvalda í umhverfismálum og hvað geti verið til ráða.  Að loknum fyrirlestri Dr. Suzukis leiðir Dr. Brynhildur Davíðsdóttir umræður, en fundarstjóri verður Dr. Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða.

Málþingið nefnist HVAÐ GETUM VIÐ GERT? og fjallar um hvers vegna svo erfitt reynist að fá viðbrögð almennings og stjórnvalda í umhverfismálum og hvað geti verið til ráða.  Að loknum fyrirlestri Dr. Suzukis leiðir Dr. Brynhildur Davíðsdóttir umræður, en fundarstjóri verður Dr. Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða.
Til málþingsins bjóða Alþjóðleg kvikmyndahátíð (RIFF), Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Stofnun Sæmundar fróða, sem fagnar með því 5 ára afmæli sínu.
Allir eru velkomnir.
Fyrir málþingið, kl 14, verður heimildarmynd um Dr. Suzuki “Force of nature: The David Suzuki Movie”  sýnd í sama sal á vegum RIFFMálþingið nefnist HVAÐ GETUM VIÐ GERT? og fjallar um hvers vegna svo erfitt reynist að fá viðbrögð almennings og stjórnvalda í umhverfismálum og hvað geti verið til ráða.  Að loknum fyrirlestri Dr. Suzukis leiðir Dr. Brynhildur Davíðsdóttir umræður, en fundarstjóri verður Dr. Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða.

Til málþingsins bjóða Alþjóðleg kvikmyndahátíð (RIFF), Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Stofnun Sæmundar fróða, sem fagnar með því 5 ára afmæli sínu.

Fyrir málþingið, kl 14, verður heimildarmynd um Dr. Suzuki “Force of nature: The David Suzuki Movie”  sýnd í sama sal á vegum RIFF.

Allir eru velkomnir og er aðgangur að fyrirlestrinum ókeypis, en miðaverð á heimildarmyndina er 1100 krónur.


Fréttir frá Króki

16. September , 2011 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on Fréttir frá Króki

krokurAllt síðasta ár hafa kennarar á Króki unnið að því að auka útinám í leikskólanum. Einn liður skólastarfsins eru kyrrðarstundir sem hafa verið haldnar utandyra frá því 1. maí og verður út september. Í vetur er síðan ætlunin að fara reglulega út ásamt því að vera með þær inni. Í kyrrðarstundum fara börnin í jógaæfingar, æfa sig í að gefa hvort öðru hjálparhönd, lesa og gera ýmsar æfingar sem styrkja umhyggjusöm samskipti. Börnin hafa notið þess mjög vel að vera í kyrrðarstundum úti hvort sem veður er gott eða miðlungs gott, því það er að sjálfsögðu aldrei vont.

Upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu Króks


Dæmi úr skólastarfi um sjálfbærnimenntun (ný bók)

21. July , 2011 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on Dæmi úr skólastarfi um sjálfbærnimenntun (ný bók)

Ég vek athygli á nýrri bók með fjölbreyttum dæmum um hvernig skólar hafa unnið að menntun til sjálfbærni. Bókin byggir á samstarfi margra og er komin hér á vefinn okkar (en er einnig á vefnum Support-edu.org).
Ég hvet ykkur til að skoða verkefni þessara skóla – þar eru kannski hugmyndir fyrir okkur að næstu skrefum.
Kveðja, Auður Páls

Ég vek athygli á nýrri bók með fjölbreyttum dæmum um hvernig skólar hafa unnið að menntun til sjálfbærni. Bókin byggir á samstarfi margra og er komin hér á vefinn okkar (en er einnig á vefnum Support-edu.org).

Ég hvet ykkur til að skoða verkefni þessara skóla – þar eru kannski hugmyndir fyrir okkur að næstu skrefum.

Kveðja, Auður Páls


Myndir frá málfundi

15. June , 2011 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on Myndir frá málfundi

100_4995Málfundur GETU verkefnisins sem bar yfirskriftina Þekking og hugarfar: Geta til aðgerða – Menntun til sjálfbærni var haldinn föstudaginn 20. maí 2011. Málfundurinn var vel heppnaður og má sjá nokkrar myndir frá fundinum hér


Grein í Environmental Education Research

24. May , 2011 geta Fært á Uncategorized | Comments Off on Grein í Environmental Education Research

Nú nýverið birtist grein í tímaritinu Environmental Education Research eftir nokkra aðila GETU verkefnisins eða nánar tiltekið þau Ingólf Ásgeir Jóhannesson, Kristínu Norðdahl, Gunnhildi Óskarsdóttur, Auði Pálsdóttur og Björgu Pétursdóttur. Greinin ber heitið Curriculum analysis and education for sustainable development in Iceland og eru nánari upplýsingar á þessari slóð.