Um tónlistarforrit fyrir krakka

Ég hef prófað margvísleg tónlistarforrit (aðallega á eigin börnum). Þessi forrit eru misgóð, miserfið og höfða til ólíkra þátta.

  • Eitt aðgengilegt forrit fyrir krakka til að leika sér með hljóð og tóna er “Making Music” eftir tónskáldið Subotnik. Forritið virkar dálítið eins og KidPix nema þú getur “málað” tónlistina eða leikið með hana grafískt og svo spilað hana. Það er hægt að kaupa forritð á CD rom og í gegnum netið. Þar að auki erum ýmisleg skemmtileg verkefni á vefnum hans:

Creating Music

  • Julliard Music Adventure hefur verið mjög vinsælt forrit heima hjá mér, en fyrir eldri börn og þau þurfa að geta skilið smá í ensku. Leikurinn hefur mjög flotta grafík og leikurinn snýst um að leysa fullt af þrautum sem eru tónlistarlegs eðlis.

  • Music Ace (I og II) er skemmtileg útfærsla á tónfræðikennslu fyrir byrjendur og aðeins lengra komna. En aftur, börnin þurfa að skilja smá í ensku. Annar galli fyrir íslenska notendur er að nótan H heitir B. Tónfræðin byggir líka aðeins á f og g lykli sem hentar ekki alltaf fyrir blásara. Kostirnir við Music Ace er að krökkum þykir skemmtilegt að fara í gegnum það og þau færa sig upp um getustig eftir að æfa sig. Kennari getur fylgst með því hvar nemendur eru staddir og haldið skráningu yfir það innan forritsins. Ég veit að þetta er víða notað í skólum vestanhafs í stað tónfræðitíma og kennarinn fylgist miðlægt með framförum nemendanna.

  • Svo er fullt af ókeypis tónlistarforritum á netinu (freeware)
  • Dæmi um einfalt upptökuforrit er fleximusic. Það er svona einfölduð útgáfa af secquencer sem hentar krökkum. Það er bæði einfalt og litríkt. Hægt er að hlaða niður ókeypis prufuútgáfu af þessari síðu:
  • Hér eru dæmi um síður með ókeypis forritum. Þetta eru aðallega sequencer forrit sem eru forrit sem vinna með hljóð. Krakkar geta verið snöggir að komast upp á lagið með að leika sér með slík forrit. Nú en fyrir þá sem eiga Macintosh tölvur geta notað Garage Band í sama tilgangi.
  • Á þessari síðu er listi af ókeypis tónlistarforritum fyrir krakka. Ég hef alls ekki prófað þetta allt en það er yfirleitt öruggt að hlaða þessu niður. Ég hef ekki lent í vandræðum með það.