Velkomin á vefinn okkar

Þetta námskeið er valfag á framhaldsskólastigi.

 

Við í hópnum litir og líf ætlum að vera með kennsluefni í litafræði. Við komum úr ólíkum iðngreinum en litir skipta þar miklu máli í hverri  grein á sinn hátt.  Okkar iðngreinar skiptast þannig:   Anna F. Gunnarsdóttir snyrtifræðingur/litgreinir, Arnar Stefánsson rafvirkjameistari, Hannes Valgeirsson málarameistari og Rafn Hermannsson málarameistari.

Hugmyndin er að ná að tengja saman þessar iðngreinar með litum. Við munum sýna hvernig á að Smoky-farða andlit, Hvernig litgreining fer fram, hvernig á að mála veggi í lit og létt inngrip í raflýsingu og áhrif hennar á liti og umverfi. Þetta munum við gera með kennslumyndböndum og verklýsingum og útlista hvaða markmiðum við viljum ná og hvaða kennsluaðferðir er best að nota

Þessi kennsluvefur er hugsaður til þess að fólk með áhuga á litum verði fært um að meta og velja liti sem andlitsmálningu,í fatavali eða velja málningu á veggi með tilliti þá til raflýsingar.

Útlistunarkennsla/sýnikennsla með vídeó og glærum eru þær kennsluaðferðir sem stuðst verður við í þessu námskeiði.