Litafræði

Hér á þessum síðum munum við fjalla um litafræði og áhrif lita á lífið. Við munum skyggnast inn í heim lita við mismunandi aðstæður

Markmið: Að fólk verði meðvitað um áhrif og notkun lita í lífi þess.

Innihald:  Litafræði verður það sem lagt verður áhersla á, og skyggnst verður inn í heim lita við mismunandi aðstæður með vettvangsskoðunum.

Námsathafnir:  Í áfanganum kynna nemendur sér skynjun mannsins á litum, túlkun hans á skynhrifum og möguleika hans á þeim grunni til notkunar og áhrifa lita í samfélaginu . Notkunar möguleikar lita verða skoðaðar með sérstöku tilliti til skynjunar, túlkunar og tjáningar. Námið byggist að mestu leyti á verkefnavinnu og hópastarfi. Umræður skipa stóran sess í áfanganum. Notast verður við námsefni frá kennurum sem er inn á vefsíðu áfanganns  www.skrif.hi.is/ken203g13-08/

Unnin verða 6 þemaverkefni  úr vettvangsferðum (50%) þar sem unnið er með liti og áhrif þeirra á  umhverfið og skriflegt próf í litafræði (20%). Lokaverkefni áfanganns er einstaklingsverkefni. Nemandinn vinnur með liti sem hann á að nota til að hafa áhrif á stemmingu í kringum sig. Til dæmis mála vegg, breyta rými með lýsingu, förðun og fatavali út frá litakorti (30%)

Hlutverk kennara: Að koma námsefni frá sér á skilmerkilegan hátt með fjölbreyttum námsaðferðum, með rafrænu kennsluefni, sýnikennslu, vettvangsferðum og með umræðuhópum. Bæði í gegnum umræðuvef og í tímum. Nemendur þurfa að hafa gott aðgengi að kennara á vefnum.

Námsefni : Rafrænt kennsluefni á vef áfangans, fartölvur og nettenging.

Námsumhverfi: Verkefnamiðað nám þar sem nemendur vinna einstaklingsverkefni og hópaverkefni. Fer fram í skólastofu og einnig mikið út á vettvangi.