Skynjun

Hvað er Litur?

Ljósið sem greina má með mannlegum augum er rafsegulbylgjur á ákveðnu tíðnabili.
Með öðrum orðum eru litir ljós af tiltekinni bylgjulengd innan litrófsins sem mannsaugað nær að greina.
Hreinir eða fullmettaðir litir koma fram þegar ljósið hefur nær eingöngu þá tíðni sem samsvarar viðkomandi lit. Blandaðir litir koma fram þegar tíðnidreifingin verður breiðari.
Alla liti má fá fram með því að leggja saman þrjá liti. Í eðlisfræðilegum skilningi eru hvítur og svartur ekki litir.

Hér kemur myndbrot sem skýrir það hvernig heilinn skynjar liti.

How we see color – Colm Kelleher – TEDEducation

[youtube width=”640″ height=”360″]http://www.youtube.com/watch?v=l8_fZPHasdo[/youtube]

Til þess að þjálfa augað í að greina liti er mjög gott að styjast við liti og litbrigði eins og þau birtast í náttúrunni. Sem dæmi má nefna regnbogann því í honum birtast frumlitirnir rauður, blár og gulur sem og afleiddu litirnir appelsínugulur, grænn og fjólublár.

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum eru rafsegulbylgjur á tilteknu tíðnibili. Hreinræktaðir eða fullmettaðir litir sem svo eru kallaðir, koma fram þegar ljósið hefur nær eingöngu þá tíðni sem samsvarar viðkomandi lit. Blandaðir litir koma hins vegar fram þegar tíðnidreifingin verður breiðari. Alla liti má fá fram með því að leggja saman þrjá liti, til dæmis rautt, grænt og blátt. (sótt af. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=733)
Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar það fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Það er endurkastið sem ræður litnum á hlutnum.Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans. Þegar við málum á striga með gulum lit drekkur gula málningin í sig alla aðra liti en gulan sem hún endurkastar og þess vegna verður striginn gulur.

 

 

Ljósmagn:

Það þarf 3 sinnum meira af fjólubláum heldur en gulum til að fá á birtujafnvægi, en jafjmikið af grænum og rauðum. Rautt og grænt hafa sama ljósmagn.

 

Gult

  9    

Appelsínugult

    8

Rautt

     6   

Fjólublátt

    3      

Blátt

    4    

Grænt

     6


Ef við erum með mismunandi magn af lit t.d. mikið grænt og lítið rautt verður rauði liturinn mjög aktífur.

Grænt og rautt eru andstæðir litir og hafa sama birtumagn.

Heimildir:

©hafdís ólafsdóttir
http://vefir.multimedia.is/hafdis/lit/litahringurinn.htm

Wikipedia
http://is.wikibooks.org/wiki/Litahringur

Vísindavefurinn
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=733