Heitir og kaldir

Við upplifum liti ýmist heita eða kalda. Litahiti er líka mælanlegur.

Hér sjáum við heitustu og köldustu litina. Appelsínugulur er heitastur og blágrænn er kaldastur.Síðan dregur úr kulda / hita þegar þeir nálgast pólana. Litahiti er bæði mælanlegur og tilfinningalegur.

Rauður, appelsínugulur og gulur = heitir.

Allir litatónar sem eru rauðir og gulrauðir eru heitir. Heitir litir eru uppörvandi og kraftmiklir. Ef þeir eru mildir eru þeir þægilegir og notalegir. Ef þeir eru sterkir (óblandaðir) geta þeir verið æsandi og ögrandi. Heitir litir eru rautt, rauð-appelsínugult, appelsínugult og gul-rautt.


Grænblár, blágrænn og blár = kaldir.

Kaldir litir eru sterkir, traustir og rólegir. Oft notaðir þar sem á að kalla fram ímynd styrkleika og trausts. Einnig hreinleika. Kalt minnir okkur á ís og snjó. 

Tilraunir hafa líka sýnt að fólki finnst hlýrra í herbergi sem er málað í hlýjum lit heldur en í herbergi með köldum lit.

Ef við skoðum litahringinn þá sjáum við að gult er ljósasti liturinn og fjólublár dekkstur, og við höfum til beggja hliða heitustu og köldustu litina.

Heitum- köldum eiginleika getum við skipt niður í marga aðra flokka t.d.:

skuggi – sólskin
gegnsætt – ógegnsætt
róandi- örvandi
þunnur – þéttur
loftkenndur – jarðbundinn
langt í burtu -nálægt
léttur – þungur
blautur – þurr
heitt- kalt

Hughrif og tjáning á heitu og köldu.  Í landslagi sýnast hlutir sem eru langt í burtu kaldari í lit vegna þess að loftið er á milli. Loftið gefur bláma.

Heitur – kaldur litamunur er mjög mikilvægur í fjarvídd. Heitir litir sýnast nær.

  Heitt

Kalt og heitt

Að velja liti

Við erum alltaf að velja liti. Við veljum lit þegar við kaupum föt, húsgögn, liti á veggi, blóm og hluti.

Þegar förum út í búð erum oft spurð um hvaða lit við viljum. Við erum aldrei spurð um hvort við viljum heitan eða kaldan lit.

Heimildir:

©hafdís ólafsdóttir
http://vefir.multimedia.is/hafdis/lit/litahringurinn.htm

Wikipedia
http://is.wikibooks.org/wiki/Litahringur