Litatónar

Tónagreining skiptist í sex flokka:

Heitan
Kaldan
Mildan
Skæran
Dökkan
Ljósan

Greining litatóna.
Styrkleiki:
Hversu ljós eða dökkur ákveðinn litur er.
Skýrleiki:
Hversu skær og hreinn eða mildur og grátónaður einhver litur er.
Undirtónn.
Hversu heitur eða kaldur einhver litur virðist vera.

Styrkur – ljós:
Allir litir sem hægt er að skeyta orðinu “ljós-” framan við heitið á, sem dæmi ljós-blár, ljós rauður og ljós-bleikur.
Styrkur – dökkur
Allir litir sem hægt er að skeyta orðinu “dökk-!fyrir framan heiti litsinns, sem dæmi dökk-blár og dökk-brúnn.
Skýrleiki – skær:
Allir litir sem hægt er að skeyta orðinu “skær!fyrir framan heiti litsinns, t.d skær-rauður og skær-grænn.
Skýrleiki mildur:
Þessum litum er best lýst sem grá-, drapp-, daufum litum.
Undirtónn – heitur:
Þessu litum er best lýst sem heitum, hlýjum, rauð-, gul-, appelsínu- sem og öðrum litum sem skilgreindir eru sem heitir litir.
Undirtónn – kaldur:
Þessum litum er best lýst með  orðunum kaldur eða “blár”. Þá hefur blái undirtónninn þau áhrif á litinn að hann virkar kaldur, hitastig litarinns breytist og þá einkennist liturinn af köldum blæ, t.d. blá-rauður og blá-grænn.

Einfaldasta leiðin til að velja og setja saman liti er að velja liti sem eru staðsettir á mismunandi stöðum á litahring. Litamunurinn er mestur á milli frumlitanna, minni á milli millilitanna og minnstur á milli lita sem eru nálægt hvor öðrum á hringnum.

Þegar frumlitunum sjálfum er blandað saman verða til svokallaðir jarðlitir, þá er verið að tala um t.d. mosagrænann, súkkulaðibrúnan, rauðbrúnan og fleiri liti sem verða til við blöndun frumlitanna.

Jarðlitirnir blandaðir úr frumlitunum þremur,(Primary colors). Einnig er hægt að blanda svartan úr frumlitunum.

Jarðlitir.jpeg

Áhrif lita geta verið mismunandi eftir því haða litir eru settir saman.

 

 

 

 

 

 

Hér sjáum við hvernig ólíkur forgrunnur hefur áhrif á litatóna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bakgrunnur skiptir máli hvernig litir koma fram.

 

Heimildir:

©hafdís ólafsdóttir
http://vefir.multimedia.is/hafdis/lit/litahringurinn.htm

Wikipedia
http://is.wikibooks.org/wiki/Litahringur