Notkun lita í íslenskri tungu

Eins og við höfum komið inná eru litir notaðir til þess að lýsa tilfinningum. Hér munum við skoða nokkur dæmi um hvernig litir eru notaðir í íslenskri tungu, svona okkur til gamans.

Leggið merkingu í litana í þessum orðasamböndum.

Að bæta gráu ofan á svart!

Að komast á svartan lista!

Að hafa séð það svartara!

Að mála eitthvað sem svartast!

Að sjá eitthvað svart á hvítu!

Svört skýrsla!

Að vera svört hetja!

Að vera hvít hetja!

Hvít lygi!

Að vera hvítþveginn!

Að eiga ekki grænan eyri!

Að fá grænar bólur!

Að gera hosur sínar grænar fyrir!

Gull og grænir skógar!

Að sofa á sínu græna eyra!

Að vera grænn!

Að mála bæinn rauðan!

Að gjalda rauðan belg fyrir gráan!

Rauð bylting!

Rauði þráðurinn í!

Fram í rauðan dauðann!

Að svífa um á bleiku skýi!

Að leggja leggja blátt bann við!

Að vera blátt áfram!

Í blárri fátækt!

Blátt blóð!

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla!

Að elda grátt silfur við!

Grár hversdagsleiki(nn)!

Að vera eins og grár köttur!

Að vera grár og gugginn!