RGB

RGB

Með þremur mismunandi litum er oft hægt að búa til marga aðra liti. Þó er ekki sama hvernig þessir þrír “grunnlitir” eru valdir, til dæmis ef ætlunin er að geta búið til sem flesta aðra liti. Mesti munurinn á sjónvarpsskjá og málarastriga er sá að skjárinn er upphaflega svartur en striginn hvítur og við sjáum litina á skjánum í myrkri en ekki litina á striganum. Til þess að fá tiltekinn lit á svartan flöt lýsum við hann upp með þeim lit en til að lita hvítan flöt málum við hann með lit sem drekkur í sig aðra liti úr hvítu ljósi en endurkastar þeim lit sem við viljum fá fram. Þessi mismunur ásamt fleiri tæknilegum atriðum gera það að verkum að ekki er hagkvæmt að nota sömu grunnliti á málarastriga og á sjónvarpsskjá.

Grunnlitir eru þeir litir nefndir sem menn blanda aðra liti úr. Hefðbundnir grunnlitir listmálara voru rautt, grænt og blátt og mótuðust meðal annars af því hvaða litarefni voru næst hendi. Grunnlitir prents og myndlistar nú á dögum eru hins vegar oft gult, vínrautt (magenta) og heiðblátt (cyan). Grunnlitir í tölvu- og sjónvarpsskjám eru hins vegar hreint rautt, grænt og blátt.

Þegar slökkt er á sjónvarpsskjá er hann svartur, hann varpar svo til engu ljósi frá sér. Litirnir verða til við það að skjárinn lýsist upp. Grunnlitirnir sem notaðir eru á þann veginn nefnast viðlægir (additive á ensku); ljós bætist við þar sem ekkert er. Autt blað eða strigi eru hins vegar hvít – þau varpa frá sér öllum bylgjulengdum ljóss. Þegar litað er á hvítan flöt er því verið að draga frá ljósbylgjur; gul málning drekkur í sig alla aðra liti en gulan, sem hún endurvarpar. – Grunnlitirnir sem þá er notaðir kallast frádrægir (subtractive).

(tekið af http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=483)

Ljóslitablöndun additive viðbættir litir

Litakerfi notað í tölvu og sjónvarpi.

Frumlitablöndun   subtractive   frádrægir litir

Litakerfi notað í prentiðnaðinum

CMYK er það litablöndunarkerfi sem er notað í allri prentun. Þetta eru þeir litir sem eru í tölvuprentaranum. Þetta eru líka þeir litir sem eru uppistaðan í litum myndlistarmannsins.

Með svörtu og þessum frumlitun, magenta, gulu og bláu er hægt að ná fram öllum litum. Í prentun er það pappírinn sem leggur til hvíta litinn.

Það fer að vísu eftir gæðum litarefnana í litunum hve góðum árangri við náum.

Fyrir hvað standa stafirnir?

C = CYAN
M = MAGENTA
Y = YELLOW
K = SVARTUR

Heimild:

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=483