Námsmat

 

Til hvers er metið?

Til að meta þekkingu nemenda. Til eru margar skilgreiningar á mati, ein þeirra er svona. „Mat er ferli sem felur í sér kerfisbundna söfnun upplýsinga. Upplýsingarnar eru notaðar til þess að meta gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. S. Russel segir um mat „Mat felst ekki eingöngu í söfnun upplýsinga, þótt svo að upplýsingaöflun sé mikilvægur þáttur í hinu kerfisbundna ferli. Til þess að mat geti farið fram, þarf að greina og túlka upplýsingarnar og leggja mat á eðli, áhrif og gildi þeirrar þjónustu sem var skoðuð(Russel, 1996: 38)

Hvað á að meta?

Metin verður þekking með prófum, það er með krossaprófum, skriflegum eða munnlegum prófum eða ritgerðarspurningum.  Metinn verður skilningur, leikni og hæfni, sem hægt er að meta með verklegum æfingum og/eða með símati, þar sem kennarinn skráir frammistöðu nemans jafnóðum, svo sem verkefnaskilum, vinnu í tímum og útkomu í skyndiprófum. Siðferðileg atriði er best að meta í samræðum við nemandann og með því að fylgjast með háttsemi og ástundun, en einnig með símati.

Hvernig á að meta?

Áður en frammistaða er metin, þarf að vera til skilgreining á hvað sé góður árangur í því námi sem meta á. Árangursviðmið er það kallað sem telst viðunandi árangur í tilteknu námi/starfi.Til þess að vita að hvað miklu leyti árangursviðmiðinu er náð, verður að koma sér saman, um hvaða vísbendingar (sýnileg einkenni s.s. hegðun) þess að viðmiðunum hafi verið mætt í námsgreininni og síðan að safna vísbendingunum/upplýsingunum saman. Þegar vísbendingunum/upplýsingunum hefur verið safnað saman, er hægt að fara að bera þau saman við árangursviðmiðin. Í því felst hið raunverulega mat. Álitamál þegar verið er að meta nám, eru meðal annars þau hvort það eigi að einblína á mat á þekkingu eða hvort það eigi að meta færni, siðferði, framkomu, stundvísi og skilning. Góðir kennarar og þeir sem framkvæma námsmat verða að finna einhvern gullin meðalveg í þessu efni, en þá verður að passa að matið verði ekki of háð geðþótta kennarans.

Námsmat í Líf og litir.

Unnin verða 6 þemaverkefni úr vettfangsferðum ( 50% ) þar sem unnið er með liti og áhrif þeirra á umhverfið og próf í litafræði (krossa-, skriflegt og fyllt í eyður), ( 20% ). Lokaverkefni áfangans er einstaklingsverkefni og ferilmappa ( 30% ).

Horft verður sérstaklega eftir hæfni í þekkingu og samsetningu lita, og hvaða merkingu litir hafa hjá fólki í daglegu lífi. Farið verður ítarlega í litahringinn og samspil lýsingar og lita. Sjá nánar í undirgreininni um matsaðferðir og matstæki.

Hvaða viðmið eru notuð?

Próf sem er blanda af krossaprófi, skriflegu prófi og fylla rétt í eyður, 6 þemaverkefnum, einstaklingsverkefni og ferilmöppu.

Hvaða álitamál þarf að glíma við í matinu?

Í matinu þarf að ákveða hvort á eingöngu að meta þekkingu nemans eða hvort á að, og að hvað miklu leyti á að meta áhuga,færni,skilning, vandvirkni, þátttöku,siðferði, stundvísi hegðun, og samvinnu nemandans, svo að eitthvað sé nefnt. Álitamálin gætu verið mikið fleiri. Einnig gætu komið upp álitamál  í sambandi við huglægt mat í samsetningu lita. Öll álitamál eru leyst með því að kennarar bera saman bækur sínar, skoða hvað námskeiðslýsingin segir og taka mið af verkefnum annarinnar.

Hver/hverjir meta?

Kennari/ kennarar námskeiðsins á hverjum tíma og að litlu leyti er stuðst við jafningamat í  ferilmöppunni.

Hvenær verður metið?

Metið  verður stöðugt allan veturinn með því að fylgjast með/meta áhuga og viðleitni (símat). Einnig er metið við verkefnaskil,  en heildarmat kemur svo  í lok annar þegar búið er að skila lokaverkefninu. Það mun líka fara fram mat í vettvangsferðum sem farnar verða reglulega, en geta má þess að verkefnin verða unnin út frá vettvangsferðunum, svo mikilvægt er að vera vel á nótunum í þeim ferðum.

Hvar er metið?

Matið fer að mestu leiti fram í skólastofu þar sem verður unnið í verkefnum og í vettvangsferðunum.

Hvernig verða niðurstöður matsins settar fram og hvað verður gert með þær, hverjum eru þær ætlaðar og í hvaða tilgangi?
Niðurstöður verða settar fram um 3 – 4 vikum frá skiladegi lokaverkefnis. Kennari gefur einkunn frá 1 og upp í 10, sem byggist á niðurstöðu úr prófinu, þemaverkefnunum, einstaklingsverkefninu og ferilmöppunni. Einnig fær hver nemendi umsögn á jákvæðum(hvað er vel gert) og neikvæðum (hvað má laga) þáttum í sínu námi.

Niðurstöður mats eru ætlaðar nemendum til þess að setja í ferilmöppuna sína . Ferilmappa nemenda léttir þeim aðgang að frekara námi eða sem gögn í atvinnuviðtali. Þegar námsmappa er metin þarf að hafa eftirfarandi í huga: útlit, skapandi vinnu, innihald, inngang, skipulag, er allt sem á að vera í möppunni/ hugleiðingar/ ígrundun.Þeir sem geta metið námsmöppuna geta verið nemandinn, jafningar, en aðallega kennarar. Almennt  mat á gögnum ferilmöppu getur verið fjölbreytt t.d. sjálfsmat, jafningamat, leiðsagnarmat, , virkniathugun, gátlistar, matlistar, en fyrst og fremst kennaramat.

Í verklegu möppunni(ferilmöppunni) eru settar skissur, uppdrættir, teikningar, skýringarmyndir, ljósmyndir, glósur og jafnvel powerpoint show.

Alhliða námsmat er gott að hafa við mat á leiðarbók sem hjálpartæki til að halda utan um reglulegar og nákvæmar skráningar á marktækum þáttum hjá nemendum. Í leiðarbók er gott að skrá eftirtektaverða hegðun, aðstæður þar sem hegðunin á sér stað og sundurliða útskýringar á aðstæðum. Þó að góður tími fari í það að halda leiðarabók er hún ómissandi gagn við mat á nemanda.

Marklisti / Rating Scales.

Marklisti eru svipaðir gátlista og þjóna sama tilgangi, það að meta framgang verklegra æfinga og niðurstöður. Marklisti eru ólíkir gálista að því leiti að nemandinn er meðvitaður um að verið er að meta sig.

Þegar útbúinn er marklisti er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 1. Skrifa niður þau atriði sem á að framkvæma og hvað á að meta.
 2. Ákveða stigagjöf.
 3. Raða atriðunum sem á að meta í rétta röð á listanum.
 4. Útbúa skýrar og einfaldar leiðbeiningar um það hverju þarf að vera fullnægt til þess að fá tiltekið stig (Gronlund.2003:133-134)

Matlistar (Rubrics) eru góð hjálpartæki þegar kemur að því að meta þá mörgu þætti sem taka þarf tillit til þegar verið er að meta nemendur, hópa og einnig við sjálfsmat nemenda og kennara. Með því að fletta námsmati inn í kennsluna verður það þáttur af náminu. Það er hægt að gera með því að skrá hjá sér það sem fer fram á tilgerðann matslista. Mismunandi markmið í flóknum verkefnum krefjast fleirri en eins matslista, þannig að hægt er að meta þá ólíku þætti sem taka tillit til þegar bæta á heildstæðu námsmati (Gronlund.2003:153).

Matlistar (Rubrics) eru nauðsynlegir til þess að hægt sé að framkvæma það sem kallað er frammistöðumat (Performance Assessment) og er það stór þáttur í heildstæðu mati.

Góður matlisti gæti litið svona út:

 1. Setja námsmarkmið.
 2. Takmarka fjölda atriða.
 3. Hvert atriði á matlistanum á að meta mismunandi hæfni (greind).
 4. Meta hvernig nemendur þroskast og skila námi sínu.
 5. Takmarka sig við mælanlega gagnrýni.
 6. Matlisti á að passa á eina blaðsíðu.
 7. Þróa matlistan áfram með því að meta hvernig gekk að nota hann.

(Pickett.1997:1)

Kennsluáætlun er mjög mikilvægur þáttur. Gott er að vera búin að raða kennslunni upp í langtíma plani. Einnig er gott að halda dagbók og skoða hverju sinni hvað er í gangi, þarf ég að auka við verkefni eða er ég að kæfa nemendurna. Passa að allt námsefnið sem á að fara yfir skili sér, setja sér skýrt markmið, atriðalista. Vera sveigjanlegur með hvað það sem passaði á hópinn í fyrra passar ekki endilega á hópinn núna og svo framvegis. Mjög gott er að hafa kennsluna sem fjölbreyttasta.

Við höfum kynnt okkur “undirbúningshjól “ þar sem fjölgreindarkennig Garner er höfð að leiðarljósi. Garner leggur mikið upp úr því að auka líkur á fjölbreytni að hver nemandi fái viðfangsefni við sitt hæfi.

Kennsluáætlun er nokkurskonar beinagrind sem er áætlun um hvert fagið stefnir og hvernig kennarinn ætlar að tækla námið yfir önnina.

Námsáætlunin og hvernig námsmatið fer fram, er kynnt nemanum í upphafi þannig að nemendur vita hvað þeir eru að fara að læra og til hvers er ætlast að þeir kunni að námskeiði loknu.

 

Heimildarskrá.

Gronlund Norman Edward. (2003).Objectives for teaching and Assesment. Prentice Hall PTR.

Russel, S. (1996).Collaborative school self-review.London: Lemon & Crane.

Sigurlína Davíðsdóttir.(2009). Mat á skólastarfi. Handbók um matsfræði.Reykjavík:Bókaútgáfan Hólar.

Steinunn Helga Lárusdóttir,2002.Mat á skólastarfi, handbók fyrir skóla.Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

(Pickett.1997:1)