Um áfangann

[gview file=”https://docs.google.com/file/d/0Bz_TeD35p9aKMDI5clZ3YXZsbFk/edit?usp=sharing”]Áfanginn  litir og líf fjallar um áhrif lita á samfélagið. Í áfanganum munum við leitast við að miðla almennri þekkingu á litum og litafræði. Á önninni munum við kynna okkur liti með því að fara og skoða lita á hinum ýmsu stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur fara í vetfangsferðir á söfn, á vinnustaði auglýsingastofur, út í náttúruna, skoða byggingar og hönnun  (skoða raf-lýsingu, förðun, málningu).  Þetta gerum við til þess að sjá hvernig litir geta breytt ásýnd hluta og rýma og hvaða sálfræðilegu áhrif litir hafa.

Við munum kynna okkur aðferðir sem geta auðveldleg hjálpað okkur að hafa áhrif á umhverfið í kringum okkur.

Kennsluefnið sem á að nota í áfanganum er lesefni, og rafrænt kennsluefni. Dæmi um rafrænt kennsluefni er t.d hvernig á að smoky-farða andlit, hvernig á að mála veggi í lit og lýsing og áhrif hennar á liti og umhverfi. Þetta munum við gera með kennslumyndböndum og verklýsingum og útlista hvaða markmiðum við viljum ná og hvaða kennsluaðferðir er best að nota.

Verkefni námskeiðsins verða í formi ritgerða (teng vetfangsferðum) gerð kennslu myndbanda þar sem nemendur leitast við að breyta einhverju í sínu nærumhverfi með litum (lýsing, mála, skreyta o.s.f.) og verkefni tengd litafræðinni.

Nemendur verða metnir s.k.v símati út frá verkefnum og skriflegu prófi úr litafræðinni.

Nánari upplýsingar er að finna í áfangalýsingu og kennsluáætlun.

Vinsamlega svarið viðhorfskönnuninni hér fyrir neðan svo að við getum gert áfangann enn betri!

 

Áfangalýsing (smellið á skjalið til þess að opna sem PDF)

 

Kennsluáætlun (smellið á skjalið til þess að opna sem PDF)