Leiðbeiningar

Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni á menntavísindasviði, hefur tekið saman nokkrar skjásýningar fyrir notendur hér á vefnum. Allir nemendur í grunnnámi í upplýsingatækni halda úti eigin vefsvæði á skrif.hi.is og er það hluti grunnnámsins. Nemendur vinna einnig með ýmis tengslanet og gagnaveitur. Hluti af þróun á skrif.hi.is er að tengja ýmsar svokallaðar íbætur (plugin) við kerfið sem gerir mögulegt að sækja efni, t.d. myndir af Flickr, vídeó af YourTube o.s.frv. Sérstaklega er til þess hvatt að notendur nýti sér ókeypis myndasöfn á þennan hátt, m.a. vegna þess að gagnasvæði þeirra á Skrifum er takmarkað.

Menntasmiðja flytur Salvöru hér með bestu þakkir fyrir að gera leiðbeiningaefnið aðgengilegt almenningi en það er allt tekið upp í eMission í tengslum við námskeið á Menntavísindasviði. Salvör hefur einnig tengt þetta efni á wikivef fyrrum Kennaraháskóla íslands. Það er fengur fyrir þjónustu við nám og kennslu að geta átt með þessum hætti samstarf við kennara skólans.

Skjásýningar með ensku tali frá  the University of Mary Washington

Í þágu náms og kennslu á Menntavísindasviði