Endnote og Endnote Web eru gefin út af Thomson Reuters ((Thomson Reuters http://www.endnote.com/) og hafa hvort um sig sína kosti og galla. Ágætt getur verið að setja upp báða möguleikana þar sem hægt er að færa heimildir á milli kerfa og gott að geta nýtt báða möguleikana. Notið Endnote ef þið eruð mest að vinna ein á ykkar eigin tölvu og viljið fljótvirkara kerfi. Notið Endnote Web ef þið viljið hafa aðgang að heimildasafninu á netinu óháð tölvu og/eða eruð að vinna með öðrum að því að byggja upp safnið.

1. Að koma sér af stað

EndNote: Að hlaða niður og setja upp Endnote forritið. Endnote forritið er ókeypis fyrir nemendur og starfsfólks Háskóla Íslands. Hægt er að hlaða því niður í UGLU, sjá leiðbeiningar á vef Reiknistofnunar http://www.rhi.hi.is/endnote. Athuga samt að biðja ekki upp Typical uppsetningu eins og sýnt er í þeim leiðbeiningum heldur Custom og velja þá alla staðla/Entire Feature (styles, svo sá íslenskaði KHÍ fljóti með og aðrir íslenskir sem kunna að verða settir með síðar). Sýnikennsla 1 (RHI vefur og UGLA)  Sýnikennsla 2 (Uppsetning Endnote) Sýnikennsla 3 (Uppsetning í Word ef gerist ekki sjálfkrafa)

Endnote Web: Kynning og stofnun Endnote Web svæðis (frítt)  á http://www.myendnoteweb.com
Leiðbeiningar um skráningu í MyEndnoteWeb: http://www.screenr.com/Bli8

2. Að færa inn heimildir handvirkt

Yfirlit yfir handvirka skráningu fyrir margar mismunandi heimildategundir
(Sólveig Jakobsdóttir – skriflegar ábendingar með upptökum/sýnidæmum)

3. Sjálfvirk skráning á erlendum tímaritsgreinum beint inn í Endnote eða Endnote Web

Athugið að ef heimildir hafa verið settar inn á sjálfvirkan hátt þá getur þurft að fara vel yfir þær og hreinsa skráningar sem ekki hafa komið réttar inn. Sjá hvernig uppsetning á að vera á grunnupplýsingum fyrir tímarit sem sýnir handvirka skráningu. (Sólveig Jakobsdóttir – upptaka)

5. Deila möppu í Endnote Web

6. Leiðbeiningar um notkun á Endnote eða Endnote Web í Word

þ.e. forritið er látið búa til tilvísanir eftir stöðlum (s.s. Chicago og APA) og heimildaskrá.  Ath í þessari upptöku kemur fyrst fram að ef fólk vill vísa á heimildir úr möppu sem annar notandi hefur deilt með viðkomandi (shared) – þá þarf fyrst að vista þær heimildir í eigin möppu. Ath. að í upptökunni er ekki alveg lokið við að ganga endanlega frá heimildalistanum sem verið er að búa til (skilið t.d. eftir uppsetning á Wikipedia-heimild).
http://soljak.khi.is/endnote/endnotewebheimildaskra

Til þeirra sem nýta efnið: Látið endilega vita ef þið rekist á hnökra og eða hafið ábendingar um breytingar eða viðbætur. Eins hefðum við gaman af að heyra hvernig gengur og/eða fá hrós ef efnið er að nýtast vel. Sólveig Jakobsdóttir (soljak@hi.is).