RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Learning across contexts in the knowledge society

Learning across contexts in the knowledge societyVekjum hér með athygli á  bókinni Learning across contexts in the  knowledge society sem var að koma út í janúar 2016 og er afrakstur úr norræna rannsóknarnetinu NordLAC sem RANNUM hefur verið aðili að. Þuríður Jóhannsdóttir er meðal ritstjóra bókarinnar og Skúlína Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir eru höfundar eins kaflans Interacting with the world: Learners developing identity and agency through boundary crossing in mobile learning.  Marga aðra áhugaverða kafla er að finna í bókinni, t.d. í 3. hluta bókarinnar þar sem þemað er tengt nýtingu stafrænna verkfæra: Agency and engagement using digital tools. Þeir sem hafa áhuga á að fá sér eintak af bókinni geta gert það t.d. á vef SensePublishers, http://tinyurl.com/juyg2e3

Upplýsingatækni í skólastarfi: Þróun og umræða í alþjóðlegu samhengi

Upplýsingatækni í skólastarfi: Þróun og umræða í alþjóðlegu samhengi

Erindi um upplýsingatækni í skólastarfi

Opin netnámskeið (MOOC) 15.10. 2015

Norrænir þátttakendur í verkefninu “Global Learning Services – Local Lifelong Learners” sem er styrkt af NordPlus hafa verið að prófa og skoða opin netnámskeið (MOOC – massive open online courses) og standa fyrir málstofu í samvinnu við Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) 15.10. kl. 9:00-12:00 í sal D á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu Suðurlandsbraut 2 (athugið breytta staðsetningu v. verkfalls SFR)  í stofu K206. 

Allir velkomnir. Ekki þörf á skráningu.

Dagskráin er eftirfarandi:

09.00                      Welcome!  Kristin Helga Gudmundsdottir and collegue, Samvil ehf. Fjarkennsla
09.20                      The Nordplus Horizontal Project “Global Cloud Services – Local Lifelong Learners”  Anders Norberg, Ph.D. student Umeå University & Education Strategist, Campus Skellefteå
09.40                      Experiences and plans in the project Short status reports from project partners. Moderator Anders Norberg
10.00                      Short refreshment break & networking
10.20                      Keynote: MOOCs as a possibility for Iceland?
Dr Sólveig Jakobsdóttir
11.00                      Keynote: MOOCs and their surprising roles in the future of education Dr Bryan Alexander, Higher Education futurist (using telepresence robot and Adobe Connect from Vermont, USA).
11.40                      Concluding reflections, Marianne Rasmussen, Lederne & Anders Norberg
12.00                      End of seminar  

Hægt er að sækja alla málstofuna eða líta við í ákveðnum dagskrárliðum. Einnig er gert ráð fyrir útsendingu í Adobe Connect (nánar auglýst síðar).

 

 

Dagskrá á haustmisseri 2015

Á haustmisseri 2015 er ýmislegt á dagskrá með aðkomu eða á vegum RANNUM. Aðalfundur stofunnar verður auglýstur fljótlega en það sem er ákveðið er eftirfarandi:

 • 18.9. Menntabúðir  (í samstarfi við UT-torg og fleiri aðila)
 • 2.10. Menntakvika árlegt þing Menntavísindasviðs: 3 málstofur með 12 erindum
 • 13.10. Aðalfundur RANNUM, kl. 16-18 K208 aðalbyggingu MVS við Stakkahlíð
 • 15.10. Málstofa um MOOC í samstarfi við Nordplus verkefni
 • 28.10. Menntabúðir  (í samstarfi við UT-torg og fleiri aðila)
 • 11.11. UT í skólastarfi, málstofa í samstarfi við Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs
 • 25.11. Menntabúðir  (í samstarfi við UT-torg og fleiri aðila), kl. 16-18, H207

Aðgangur að málstofum er í gegnum Adobe Connect https://c.deic.dk/ut

RANNUM málstofur á Menntakviku 3.október

RANNUM var með þrjár málstofur á Menntakviku með 12 erindum. Útsending var í Adobe Connect https://c.deic.dk/ut  Einnig var hægt að fylgjast með á Menntamiðju (http://menntamidja.is) og taka þátt í tísti.

Sjá nánari dagskrá hér á vefnum með upptökum og glærum.

 

 

RANNUM aðalfundur 25.8. kl. 16-17:30

Aðalfundur RANNUM verður haldinn 25. ágúst nk. kl. 16-17:30. Staðsetning tilkynnt síðar.

Dagskrá

 1. Skýrsla formanns um starfsárið 2013-2014
 2. Verkefni framundan – umræða
 3. Önnur mál

Léttar veitingar og spjall

Þeir sem komast ekki á staðinn en viljið mæta á fundinn  í Adobe connect látið okkur vita (soljak@hi.is).

f.h. stjórnar

Sólveig Jakobsdóttir

Dr. Gráinne Conole: Crossing boundaries: spaces, places and contexts of learning

image_previewDr. Gráinne Conole, prófessor við University of Leicester og forstöðumaður Institute of Learning Innovation við sama háskóla flytur fyrirlestur sem ber titilinn „Crossing boundaries: spaces, places and contexts of learning.“ Erindið er á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ. Það er flutt í tengslum við 6. málþing norræns rannsóknarnets NordLAC sem fram fer í Reykjavík 19.-20. maí. Í erindinu fjallar Dr. Conole meðal annars um þróun fartækni og samfélagsmiðla og möguleika sýndarheima og leikja í tengslum við nám.

Ágrip á ensku: Digital technologies offer a rich variety of ways to enable learners to interact with content, to communicate and collaborate. Social media means that learners can connect with peers and others beyond the formal learning context. Mobile devices mean that learning anywhere, anytime is now a reality. Virtual worlds and games offer environments for authentic and situative learning. The talk will review the current digital landscape and consider the implications for learning across different spaces, places and contexts. It will argue that we need new approaches to design to harness the potential of digital technologies and that we need to rethink the context of formal educational offerings in light of more open practices.

Þróun fjarnáms í Ástralíu

openingeyesDr. Stephen Crump prófessor emeritus og professorial fellow við Graduate School of Education University of Melbourne í Ástralíu flytur erindi í boði RANNUM um þróun fjarnáms í áströlskum skólum.
Titill erindisins er Interactive distance e-learning in Australia: lessons for  m-learning. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar sem Dr. Crump leiddi á vegum Australian Research Council á verkefninu Interactive Distance eLearning in rural and remote Australia. Meðal annars verða skoðuð áhrif rauntímasamskipta og gagnvirks námsefnis á gæði fjarnáms og rætt um nýja möguleika í farnámi (m-learning) með tilkomu spjaldtölva og snjalltækja.

Tími og staðsetning: 10. apríl kl. 14.15-15.15, H207 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs HÍ en einnig hægt að taka þátt á https://c.deic.dk/ut

Umræðu- og vinnufundur um kennslu í upplýsingatækni og miðlun, jafnréttisstoðina í námskrám og samþættingu kynjasjónarmiða

Rannsóknarstofan RannKyn við Menntavísindasvið hefur staðið að fundum um jafnréttisstoðina í námskrám og samþættingu kynjasjónarmiða (e. gender-inclusion) í skólastarfi í samstarfi við Rannsóknarstofur Menntavísindasviðs á viðkomandi rannsóknarsviðum og verkefnisstjóra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Næsti fundur verður um kennslu í upplýsingatækni og miðlun í samvinnu við RANNUM miðvikudaginn 19. mars, kl. 14:30-16 í H001 aðalbyggingu Menntavísindasvið HÍ/Stakkahlíð. Sjá nánar á viðburðarvef Háskóla Íslands.

 • Slökkt á athugasemdum við Umræðu- og vinnufundur um kennslu í upplýsingatækni og miðlun, jafnréttisstoðina í námskrám og samþættingu kynjasjónarmiða
 • Email to friend
 • Blog it
 • Stay updated

Menntabúðir – Educamp

IMG_0246RANNUM hefur á þessu skólaári tekið þátt í að skipuleggja menntabúðir (Educamp) í samvinnu við UT-torg og fleiri aðila. Fram til þessa hafa fimm menntabúðir verið haldnar, þrjár fyrir áramót í október og nóvember og tvær í febrúar sl. Sjá nánari upplýsingar á UT-torgi. Sólveig Jakobsdóttir, Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, Svava Pétursdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir kynntu þetta námsform á NERA ráðstefnunni í Lillehammer í byrjun mars og hér er upptaka með kynningu á þessu fyrirkomulagi, með þýddri útgáfu af erindinu.

Page 2 of 8:« 1 2 3 4 5 »Last »