RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Menntabúðir – Educamp

IMG_0246RANNUM hefur á þessu skólaári tekið þátt í að skipuleggja menntabúðir (Educamp) í samvinnu við UT-torg og fleiri aðila. Fram til þessa hafa fimm menntabúðir verið haldnar, þrjár fyrir áramót í október og nóvember og tvær í febrúar sl. Sjá nánari upplýsingar á UT-torgi. Sólveig Jakobsdóttir, Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, Svava Pétursdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir kynntu þetta námsform á NERA ráðstefnunni í Lillehammer í byrjun mars og hér er upptaka með kynningu á þessu fyrirkomulagi, með þýddri útgáfu af erindinu.

Hönnunarsmiðja um framtíð tækni og menntunar

Hvernig skóla eða skólakerfi myndir þú hanna til að takast á við áskoranir 21. aldar? Hvaða tækninýjungar munu hafa áhrif á menntun í framtíðinni og hvernig ætlar þú að nýta þær?

MenntaMiðja og RANNUM halda hönnunarsmiðju þar sem þátttakendur fá að kynnast hvernig hönnunarnálgun er notuð í stefnumótun skólamála (sjá frekar um hönnunarnálgun og hönnunarsmiðjur hér). Hönnunarsmiðjan er skipulögð í samvinnu við Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun frá Háskólanum í Minnesóta, sem verður á staðnum til að leiða vinnu þátttakenda. Þátttakendur munu velta fyrir sér framtíð tækniþróunar og mögulegum áhrifum hennar á menntun. Hugmyndir um skóla framtíðar verða mótaðar í skapandi samstarfi með fjölbreyttum hópum hagsmunaaðila.

Tími:
20. nóvember, 2013 frá kl. 10-15. Þátttakendur geta valið um að vera allan daginn eða hálfan daginn (fyrir eða eftir hádegi).

Staður:
Hlaðan í Gufunesbæ

Hverjir eiga að taka þátt?
Hönnunarsmiðjan er opin öllum sem hafa áhuga á þróun upplýsingatækni og menntunar.

Verð:
Heill dagur (kaffi og léttur hádegisverður innifalinn): kr. 6.500
Hálfur dagur (2 klst. fyrir eða eftir hádegi): kr. 4.000
Háskólastúdentar (allir háskólar): kr. 4.000

Hönnunarsmiðjan er styrkt af Kennslumálasjóði HÍ og Global Programs and Strategy Alliance Háskólans í Minnesóta.

Málstofur RANNUM á Menntakviku 2013

Hér er vísað í erindi og upptökur á málstofum RANNUM á Menntakviku 2013 27. september 2013

A. Fyrri málstofa kl. 13-14.30:
MenntaMiðja: Tengsl starfssamfélaga og rannsóknarsamfélags Upptaka af málstofu

B. Síðari málstofa kl. 15-16.30:
Spjaldtölvur og önnur fartækni í námi og kennslu Upptaka af málstofu

Nánar um málstofurnar með vísanir í glærur og önnur gögn

A. MenntaMiðja: Tengsl starfssamfélaga og rannsóknarsamfélags 

Á málstofunni var kynnt staða þekkingar um starfssamfélög og rannsóknir og frumgreiningar á gögnum um starfsemi MenntaMiðju og tengdra starfssamfélaga (eða “torga”). Sérstaklega var leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

 • Hvaða þættir ýta undir farsælt samstarf innan starfssamfélaga?
 • Hvaða hagur er af því að þróunarverkefni eru unnin í samstarfi vettvangs og fræðasamfélags?

Verkefnisstjórar MenntaMiðju og einstakra torga fjölluðu um:

 • Hugmyndafræði starfssamfélaga (e. communities of practice) og kenningarlegar nálganir sem notaðir hafa verið við rannsóknir á námi, samskipti og þekkingarsköpun sem á sér stað innan þeirra.
 • Reynslu af tengslum fræða- og rannsóknarsamfélags í íslenskum háskólum við þróunarstarf á vettvangi leik- og grunnskóla.
 • Reynslu verkefnastjóra af því að virkja aðila innan starfssamfélaga
 • Samstarf og samlegðaráhrif sem hafa skapast innan og meðal starfssamfélaga.

Fjögur erindi voru á málstofunni:

1. MenntaMiðja: Sjálfstæð starfssamfélög í fjölbreyttu samstarfi

Tryggvi Thayer: Verkefnisstjóri MenntaMiðju, tbt@hi.is.  Glærur Tryggva.

Í erindinu er leitast við að auka skilning á starfssamfélögum  (e. communities of practice) með áherslu á hvernig megi stuðla að samlegðaráhrifum milli ólíkra starfssamfélaga. Fjallað er um ýmsar kenningalegar nálganir með tilliti til væntanlegra útkoma og mati á árangri starfssamfélaga. Sérstaklega er lögð áhersla á að greina sameiginlega þætti sem tryggja sjálfstæði ólíkra starfssamfélaga en stuðla um leið að víðtæku samstarfi og samlegðaráhrifum. Tekið er mið af þremur starfssamfélögum sem tengjast MenntaMiðju: Tungumálatorg, Náttúrutorg og Sérkennslutorg, en hlutverk MenntaMiðju er að styðja við þessi og önnur starfssamfélög skólafólks og stuðla að tengslum við fræðasamfélag háskólanna.

2. Tungumálatorgið – fræðin og veruleiki á vettvangi

Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is.
Glærur Þorbjargar

Í erindinu er gerð grein fyrir starfi verkefnisstjóra Tungumálatorgsins sem skiptist til helminga á milli Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sérfræðiþjónustu skóla hjá Reykjavíkurborg. Tekið er dæmi af samstarfi og samlegð sem skapast hefur í verkefnum á Tungumálatorginu og athyglinni sérstalega beint að verkefninu Okkar mál í Fellahverfi (http://tungumalatorg.is/okkarmal/). Fjallað er um hvernig tekist hefur að tengja fræða- og rannsóknarsamfélagið í háskólanum sem og hagnýt verkefni háskólanema við þróunarstarf á vettvangi skóla. Umfjöllunin er sett í samhengi við starfendarannsóknir, hönnunarmiðaðar rannsóknir og meginþætti starfsamfélaga á neti. Leitast er við að svara því hvernig hugmyndafræði starfssamfélaga og bakland MenntaMiðju styður við verkefni tengd Tungumálatorginu og hvaða gildi það hefur fyrir þróunarverkefni að hafa bein tengsl við fræðasamfélag háskóla.

3. Náttúrutorg – virkni og gagnsemi vaxandi samfélags

Svava Pétursdóttir: Nýdoktor v/Menntavísindasvið HÍ, verkefnastjóri Náttúrutorgs, svavap@hi.is.
Glærur Svövu

Náttúrutorg er verkefni sem miðar að því að efla starfssamfélag náttúrufræðikennara. Náttúrutorg stendur fyrir  þrenns konar starfsemi: vinnustofum og fundum, samfélagi eða hóp á Facebook og vefnum Náttúrutorghttp://natturutorg.is . Í samfélaginu eru kennarar og annað áhugafólk um náttúrufræðimenntun af öllum skólastigum. Sagt verður frá starfsemi torgsins á öðru starfsári þess og leitast við að skoða það hvaða hlutverki verkefni eins og Náttúrutorg getur haft í starfsþróun kennara. Kynntar verða niðurstöður úr mati á jafningafræðslu í svokölluðum menntabúðum sem haldnar voru um verklega kennslu. Matið var unnið með spurningalista og rýnihóp. Þróun vefsamfélagsins og virkni í því verður skoðuð og gefin dæmi um innlegg. Fyrstu niðurstöður benda til þess að sterkur kjarnahópur sé að myndast í hópnum sem telur yfir 160 manns. Umferð í hópnum virðist vaxandi og yfir 100 meðlimir sjá hvert innlegg. Í lokin verður horft til framtíðar hvernig torgið megi best mæta markmiðum sínum að styrkja fagþekkingu og samstarf náttúrufræðikennara.

4. Sérkennslutorg  uppbygging og tenging við samfélagsmiðla
Hanna Rún Eiríksdóttir
: Verkefnastjóri Sérkennslutorgs, hanna.run.eiriksdottir@reykjavik.is
Glærur Hönnu Rúnar

Fjallað verður um notkun samfélagsmiðla á Sérkennslutorgi til að sameina hópa fólks um ákveðin málefni. Í því sambandi verða skoðaðir hópar sem tengjast notkun spjaldtölva í skólum og sér í lagi hvernig spjaldtölvur hafa reynst í vinnu með nemendum með sérþarfir. Fjallað verður um virkni hópa á samfélagsmiðlum og þróun samræðna og samstarfs þeirra. Skoðaðar verða umræður sem skapast í hópunum og hverjir leiða umræðurnar.  Þá má einnig velta fyrir sér hlutverki verkefnastjóra torgs til að hvetja til umræðna og halda virkni í þeim. Fjallað verður um aðkomu háskólanema að torginu og sérstaklega áhuga þeirra á að hanna og aðlaga smáforrit að þörfum nemendum með sérþarfir. Loks verður fjallað um tengingar verkefnastjóra torgs við innlenda og erlenda framleiðendur smáforrita og þá möguleika að aðlaga smáforrit að íslensku tungumáli.

B. Síðari málstofa: Spjaldtölvur og önnur fartækni í námi og kennslu

1. Námsefnisgerð fyrir snjalltæki – Rafbókagerð
Salvör Gissurardóttir, salvor@hi.is

Skoðuð er þróun í útgáfu rafrænna námsgagna á Íslandi hvað varðar tækni og miðlunarmáta og sjónum einkum beint að námsefni sem áður var miðlað í bókum en er núna miðlað á stafrænt hátt og dreift gegnum Netið og nemendur lesa og vinna með námsefni í ýmis konar tækjum s.s. fartölvum, spjaldtölvum og símum.
Fjallað verður um þá möguleika sem kennarar og námsefnishöfundar á Íslandi hafa á árinu 2013 til framsetningar, útgáfu og dreifingar á texta og myndum í námsefni sem styðst við staðla, opinn hugbúnað og er nothæft á ýmis konar tækjum s.s. fartölvum, spjaldtölvum og símum. Skoðað verður sérstaklega hvernig staðall fyrir rafbækur (EPUB 3) tengist stöðlum fyrir vefsíður og vefuppsetningu (HTML5 og CSS3) og hvernig veftækni og rafbókagerð haldast í hendur.

2. Að standa í öldufaldi nýsköpunar í skólastarfi – rannsóknir sem styðja við samstarf, starfsþróun kennara og valdeflingu nemenda
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir, shk10@hi.is; soljak@hi.is
Glærur
Aukinn hraði þekkingarþróunar og samskipta með fartækni hafa undanfarið sett sitt mark á skólaþróun á Íslandi.  Fjölþætt framboð námsefnis og námsgagna, dreifstýring í menntun og víðtækt samstarf skóla við stofnanir, fyrirtæki í samfélaginu auka á flækjustig skólastarfs en opna einnig nýjar leiðir og möguleika til samstarfs.  Snúið getur verið að ná yfirsýn og greina áhrifaþætti og virkar breytur í skólarannsóknum við slíkar aðstæður, þar sem heildarmynd krefst fjölþættrar gagnasöfnunar og virks samstarfs rannsóknaraðila, samstarfsaðila, skólafólks og nemenda.  Gerð verður grein fyrir helstu niðurstöðum úr matsrannsókn í Norðlingaskóla í Reykjavík þar sem spjaldtölvur hafa verið miðlægar í þróun kennsluhátta, námsefnisgerðar og eflingu atbeina nemenda í einstaklingmiðuðu námi.  Fjallað verður um viðhorf samstarfsaðila, kennara, skólastjórnenda, foreldra – og þeirra væntinga sem þessir ólíku aðilar hafa til verkefnis af þessu tagi og rannsókna á því. Þá verður gerð grein fyrir vali rannsóknaraðferða og kenninga um nám og kennslu sem rannsakendur beittu í því skyni að meta þennan áfanga í skólaþróun í Norðlingaskóla. Hugmyndir verða kynntar um nýtt rannsóknar- og þróunarverkefni (STAFN=skólaþróun, tækni, atbeini, farnám og nýsköpun) með þátttöku fjölmargra skóla og aðila um notkun spjaldtölva í íslenskum skólum. Þátttakendur munu vinna saman að því markmiði að þróa nám og kennslu með notkun fartækni The participants will work together towards the main project goal to develop teaching and learning with mobile technologies for innovative practices and collaboration.
Ath. einnig áfangaskýrsluna
 Sólveig Jakobsdóttir, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir og Ragnheiður Líney Pálsdóttir. (2012). Spjaldtölvur í Norðlingaskóla – þróunarverkefni 2012-2013: Áfangaskýrsla. Reykjavík: Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun. Sótt 22. september 2012 af https://skrif.hi.is/rannum/rannsoknir/utgafa-a-vegum-rannum/
3. STAFN (Skólaþróun, tækni, atbeini, farnám og nýsköpun)

Fulltrúar aðila að STAFN áætluninni (sótt um til RANNÍS, júní 2013)

 • Menntavísindasvið: Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs: Sólveig Jakobsdóttir, soljak@hi.is, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, shk10@hi.is, Anna Kristín Sigurðardóttir, aks@hi.is
 • Skólastofan:  Ingvar Sigurgeirsson, ingvars@hi.is
 • Locatify:  Steinunn Anna Gunnlaugsdottir steinunn@locatify.com
 • Námsgagnastofnun
 • Skólar (Norðlingaskóli, Hólabrekkuskóli, Heiðarskólii Hvalfirði, Nesskóli, Grunnskóli Grundarfjarðar, Álftanesskóli, Dalvíkurskóli og Árskógarskóli)
 • Sveitarfélög (Reykjavík, Reykjanesbær)

Gjá hefur myndast á milli menntakerfisins og samfélagsins varðandi nýtingu nýrrar tækni. Breytinga er þörf til að þess að koma betur til móts við hvernig nemendur læra dags daglega. Farnám” (mobile learning) við mismunandi aðstæður hefur áhrif á hvernig við nálgumst upplýsingar og getur átt sér stað að frumkvæði og eftir þörfum nemenda. Í þessari málstofu verður rætt um breytingar í menntun á Íslandi með innleiðingu „fartækni“ (mobile technologies) sem hefur í för með sér nýjar áskoranir og tækifæri fyrir skóla. Ræddar verða hugmyndir um rannsóknar- og þróunarverkefnið STAFN (Skólaþróun, tækni, atbeini, farnám og nýsköpun) þar sem stefnt er að því að skoða innleiðingu og notkun spjaldtölva og annarrar fartækni í skólum víðs vegar um Ísland. Í verkefninu er gert ráð fyrir að skoða hlutverk tækni í skólaþróun, atbeina, nám og áhugahvöt nemenda ásamt hönnun náms og starfsþróun kennara. Markmið verkefnisins er einnig að skapa nýtt rannsóknarsvið á Íslandi og styðja við samfélag menntafólks sem hefur áhuga á farnámi og skólaþróun. Í þessari málstofu verður rætt um hvernig fartækni getur stutt við nýsköpun og skapandi starf í íslenskum skólum.  Aðilar að STAFN áætluninni hafa orðið í upphafi en gert er ráð fyrir virkri þátttöku viðstaddra í umræðu.

Áætlun

Sólveig Jakobsdóttir, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir. (2013). STAFN: School development and technology, students’ agency with mobile learning towards innovative learning and school practices – Project grant proposal 2014.  af https://dl.dropboxusercontent.com/u/24602162/STAFN/Rannis_umsokn_STAFN_2013.pdf

UT-torg opnað og kynnt

UT-torg - opnunUT-torg var opnað formlega og kynnt á ráðstefnu áhugafólks um skólaþróun 14.ágúst sl. Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, meistaranemi við HÍ og Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Tungumálatorgs (báðar í stjórn RANNUM) tóku það að sér.
UT-torg er verkefni í mótun sem sprettur upp með virkum tengslum vettvangs, fræðsamfélags, fagfélaga og áhugasamra einstaklinga víða um land. Markmið þess er að styðja við notkun upplýsingatækni í námi og kennslu, símenntun skólafólks og upplýsingamiðlun um tækni- og skólaþróun. UT-torg er eitt af torgunum á MenntaMiðju sem hefur það hlutverk að veita nýjum starfssamfélögum í menntageiranum stuðning. Aðilar að miðjunni eru tilbúnir að deila þekkingu sinni, starfsvenjum og reynslu við þróun starfssamfélaga. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í uppbyggingu torgsins. Allar ábendingar, hugmyndir og skoðanir eru vel þegnar.  RANNUM hvetur alla aðila sína og annað áhugafólk um nýtingu UT í menntun að vera virkt í þeirri uppbyggingu.

Aðalfundur RANNUM 15 maí, 2013, K207 MVS v/Stakkahlíð

Aðalfundur stofunnar er í dag 15. maí kl. 16-17:30 í stofu K207, aðalbyggingu MVS v/Stakkahlíð.

Á síðasta áðalfundi 28.3. 2012 var núverandi stjórn skipuð til þriggja ára í samræmi við nýjar reglur: Sólveig Jakobsdóttir (formaður), Þuríður Jóhannsdóttir, báðar af Menntavísindasviði, Ágústa Pálsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræði, Bjarndís Fjóla Jónsdóttir 3f og Halldór Jörgensson Heimili og skóla. Einnig eru Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir í stjórninni f.h. framhaldsnema.

Dagskrá

1. Skýrsla formanns um starfsárið 2012-2013
2. Verkefni framundan – umræða
3. Önnur mál

Léttar veitingar og spjall

Þeir sem komast ekki á staðinn en viljið mæta á fundinn  í Adobe connect eða Skype látið okkur vita (soljak@hi.is).

f.h. stjórnar
Sólveig Jakobsdóttir

Persuasive computer games – serious games

Dana Ruggiero in Iceland

Dr. Dana Ruggieri senior lecturer við Bath Spa University í Bretlandi heldur erindi á málstofu RANNUM um Persuasive computer games – serious games: Design and effects of play on motivation and engagement. Stefnt er að því að senda út á http://frea.adobeconnect.com/ut

Staðsetning: K208, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð

Tími: kl. 15:30-16:30, 22. apríl 2013

Forritunarkennsla

Málstofa RANNUM í stofu E303, aðalbyggingu Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð
kl. 15:30-17 6.12.2012

Málstofustjóri: Torfi Hjartarson

Dagskrá – drög

15:30 Tölvunarfræðinám í Háskóla ÍslandsUpptaka
Snorri Agnarsson prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Lýst verður þróun nemendafjölda í tölvunarfræði við HÍ, hvernig nemendum hefur reitt af í námi, hve mikið brottfall hefur verið á fyrsta ári og hvernig kynjahlutföll hafa þróast. Rætt verður um undirbúning nemenda og hvernig hugsanlegaværi hægt að bæta hann.

15:50 Forritunarkennsla í grunnskólum ReykjavíkurUpptaka
Flosi Kristjánsson verkefnastjóri við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS)
Sagt verður frá stöðu forritunarkennslu í grunnskólum Reykjavíkur (könnun Rannsóknar- og tölfræðiþjónustu SFS) og vinnu starfshóps sem vinnur að því að móta tillögur um það hvernig efla megi kennslu í forritun í grunnskólum.

16:10 FFF- Forritun í fortíð og framtíð – Upptaka af erindi og umræða um það og fyrri framlögin

Sigurður Fjalar Jónsson formaður 3f – félags um upplýsingatækni og menntun (3f – stóð upphaflega fyrir Félag forritara í fræðslugeiranum)
Skoðaður verður hlutur forritunar í námskrám grunn- og framhaldsskóla og horft til framtíðar.

16:30 Umræða

Forritun með börnum og ungu fólki

Málstofa RANNUM í stofu E301, aðalbyggingu Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð
22.11. kl. 15-17 22.11.2012

Málstofustjóri: Torfi Hjartarson

Dagskrá

15:00 Forrit.net – forritunarkennsla í dreif/fjarnámiUpptaka
Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri, Fjölbrautaskóla Suðurlands, ragnar@fsu.is
Kynning á fyrirkomulagi forritunarnáms hjá forrit.net sem fer fram staðbundið, í dreifnámi og í fjarnámi. Möguleikar sem þetta opnar fyrir nemendur og skóla verða skoðaðir.

15:20 FLL og MindstormsUpptaka
Jenný Ruth Hrafnsdóttir, framkvæmdastjóri Krumma, jenny@krumma.is
Kynning um gildi FLL (First Lego League) hönnunarkeppninnar en hún miðar að því að vekja áhuga grunnskólanema á tæknihönnun og forritun. Jafnframt verður Mindstorms kynnt sem er notað í FLL í tæknihönnun og forritun.

15:40 Stígum skrefið – Forritunarkennsla í grunnskólumUpptaka
Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema, rakel@skema.is
Í erindinu verður fjallað um: Áhrif sem forritunarkennsla hefur á börn; hvernig grunnskólar og kennarar geta stigið skrefið (aðferðafræði, tól og tæki); Reynslusögur kennara, nemenda og foreldra

16:00 Forritunarkennsla í 5.bekk í Lágafellsskóla
Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir, kennari Lágafellsskóla, gudruningib@lagafellsskoli.is
Guðrún hafði engan grunn í forritun en fór á námskeið sl. sumar hjá Skema og ákvað í framhaldi að því að kenna forritun.  Hún segir frá reynslu sinni í að kenna 5. bekk forritun og nota Alice.

16:20 Það er leikur að læra ScratchUpptaka
Salvör Gissurardóttir, lektor Menntavísindasvið HÍ, salvor@hi.is og Linda Björg Pétursdóttir, kennari í Hlíðaskóla
Kynning á forritunarmálinu Scratch, námssamfélaginu scratch.mit.edu og hvernig börn geta gert einfalda tölvuleiki, margmiðlunarsögur  og  hannað stýringar með Scratch. Linda segir frá starfi með 9 ára börnum í Hlíðaskóla.

16:40  Umræða og kynning framhaldsmálstofu í desember.

Amy Kaufmann: Mapping Success – Essential Elements of an Effective Online Learning Experience

Amy Kaufmann, prófessor við University of California San Diego – Distance Education flutti erindi á málstofu á vegum RANNUM þriðjudaginn 13. nóvember kl. 15.30-16.30 í stofu H101 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð. Erindið fjallaði um lykilatriði í hönnun námskeiða á neti, sjá nánar í meðfylgjandi lýsingu en upptöku er hægt að nálgast hér:

An online course is like walking into a foreign land with an entire map laid out, but having no sense of the land’s origin or how to navigate the terrain. How the instructor formats and interacts with the class will ultimately determine the student’s travel experience. The purpose of this presentations to provide an understanding of how the elements of an online course are integrated such that they form a cohesive whole that creates easy travel based upon instructor presence, appropriate feedback, and easy navigation for students.

 

Extended Abstract

A good online course has elements that do not singularly exist, but rather has integrated elements that are part of a fluid, dynamic experience. A good online instructor works to ensure that each element of the course builds upon the course objectives and works in conjunction with one another, rather than as separate pieces. Online courses can be impersonal and flat, or they can be vibrant and robust. The feel of the course and the experience for the student will chiefly rest on the instructor’s ability to provide a succinct, clear, accessible, course with guided direction—in other words, an accessible map made by a mapmaker who serves as the tour guide.

Instructor Presence – The Mapmaker. Instructor presence is vital to create in an online course, because without it, the class becomes an impersonal experience guided only by text and the other electronic medium.

Instructor Feedback – The Tour Guide. Instructor feedback is one of the most vital elements of an online course. It is interesting to note that instructor feedback is also a vital part of the aforementioned instructor presence

Navigation – The Map. Lastly, a map is only as useful as it is accessible. The legend, the key, etc, all must make sense and be relevant if the map is to be useful.

 

Dr. Svava Pétursdóttir

Dr. Svava Pétursdóttir

Svava Pétursdóttir varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Leeds 17.okt. 2012

Svava Pétursdóttir, aðili að RANNUM, varði doktorsritgerð sína „Using information and communication technology in lower secondary science teaching in Iceland“ 17. október sl. við Háskólann í Leeds. Doktorsritgerð Svövu fékk mjög jákvæða umsögn. Prófdómarar sögðu um ritgerðina: „showed tremendous evidence of industry and application and was very readable.  It evidenced a good sense of history and was very interesting with regard to the Icelandic context.  There were some important implications which the examiners felt might actually make a difference to teaching – as an EdD thesis should!“ Hjartanlegar hamingjuóskir Svava – við erum stolt af þér!

Page 4 of 10:« First« 1 2 3 4 5 6 7 »Last »