RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Dr. Svava Pétursdóttir

Dr. Svava Pétursdóttir

Svava Pétursdóttir varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Leeds 17.okt. 2012

Svava Pétursdóttir, aðili að RANNUM, varði doktorsritgerð sína „Using information and communication technology in lower secondary science teaching in Iceland“ 17. október sl. við Háskólann í Leeds. Doktorsritgerð Svövu fékk mjög jákvæða umsögn. Prófdómarar sögðu um ritgerðina: „showed tremendous evidence of industry and application and was very readable.  It evidenced a good sense of history and was very interesting with regard to the Icelandic context.  There were some important implications which the examiners felt might actually make a difference to teaching – as an EdD thesis should!“ Hjartanlegar hamingjuóskir Svava – við erum stolt af þér!

Wenger-Trayner; Korsgaard Sorensen: upptökur af erindum

Hér er vísað í upptökur af erindi Etienne og Beverly Wenger-Trayner

Social Learning Spaces in Landscapes of practice 4.október 2012 á ráðstefnu um upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu á vegum Fræðslumiðstövar atvinnulífsins, NVL (Nordisk Network for Adult Learning), Menntavísindasviðs, RANNUM og Námsbraut um nám fullorðinna

og erindi Elsebeth Korsgaard Sorensen

Design of distributed networked learning for intercultural innovation: An open dialogic approach 1.október 2012 á málstofu RANNUM

Menntakvika – 5.október dagskrá og erindi

Opnun Menntamiðju - Anna Kristín Sigurðardóttir

Opnun Menntamiðju

Hægt er að nálgast dagskrá og upptökur af flestum erindum sem voru haldin á málstofum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun. Boðið var upp á 12 framlög á þremur málstofum.Dagskrá-upptökur

Elsebeth Korsgaard Sorensen: Design of distributed networked learning for intercultural innovation: An open dialogic approach

Dr. Elsebeth Korsgaard Sorensen, prófessor við Háskólann í Árósum, flutti erindi í boði RANNUM 1. október 2012 á málstofu kl. 12-13 í stofu H209 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð.

Titill: Design of distributed networked learning for intercultural innovation: An open dialogic approach.

Glærur: http://skrif.hi.is/rannum/files/2012/10/EKS-Iceland2012.pdf

Lýsing: The talk will identify and address central problematic issues related to design of collaborative learning on the Net. From the perspective that learning is a social and interactive activity between learners, a model for design of netbased learning is presented which enhances collaborative knowledge building between learners and revises the distribution of roles between learner and teacher.

Elsebeth er í samstarfi við fræðimenn við Menntavísindasvið og hlaut nýlega styrk frá Háskóla Íslands úr sjóði Selmu og Kay Langvad.Sjá frétt.

  • Slökkt á athugasemdum við Elsebeth Korsgaard Sorensen: Design of distributed networked learning for intercultural innovation: An open dialogic approach
  • Email to friend
  • Blog it
  • Stay updated

Etienne Wenger og Beverly Trayner: Social learning spaces in landscapes of practice

Etienne og BeverlyRannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun hefur haft frumkvæði að því að bjóða Etienne Wenger og Beverly Trayner til landsins í byrjun október. Þau halda sameiginlegan opinberan fyrirlestur 4.október kl. 11:05-12:05 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Erindið ber heitið: Social learning spaces in landscapes of practice. Þau Beverly og Etienne hafa þróað áhugaverða aðferð við að halda erindi saman þar sem þau leitast við að gera flutninginn lifandi með samtali. Eftir fyrirlesturinn bjóða þau upp á vinnustofu á Hótel Sögu (í salnum Kötlu II) kl. 13:00-15:40. Þar er gefinn kostur á að kynnast hugmyndum þeirra betur og ræða við þau. Mikill ávinningur er að kynnast kenningum um starfssamfélög og hugmyndum um notkun samfélagsmiðla í því samhengi. Þær fjalla um hvernig beita má samvinnu á markvissan hátt til að byggja upp þekkingu innan fyrirtækja, stofnana og samtaka og dreifa henni. Þessar hugmyndir hafa mikið hagnýtt gildi í tengslum við starfsþróun, nám og kennslu og hljóta að eiga erindi til fjölmargra hópa og einstaklinga innan Háskóla Íslands og utan. Ókeypis er að sækja erindið og vinnustofurnar sem eru hluti af ráðstefnu um upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu sem haldin er í samvinnu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, NVL (Nordic Network for Adult Education) og Menntavísindasviðs.  Nánari upplýsingar.

Ross J. Todd: Upplýsinga- og miðlalæsi í þverfaglegu samstarfi við upplýsingaver grunnskóla

Erindi 27. september kl. 14.00-16.00 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð – Bratta
Dr. Ross J. Todd dósent við Rutgers University í New Jersey er mörgum að góðu kunnur en hann hefur verið vinsæll fyrirlesari á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og afar ötull á sviði rannsókna og skrifa. Hann hefur lengi unnið að málum skólasafna, ekki bara í Bandaríkjunum heldur víða um heim, og hefur ekki síst beint sjónum að því hvernig gera megi skólasafnið sem upplýsingaver að hjarta skólans. Todd mun flytja erindi á Landsfundi Upplýsingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga sem haldinn verður í Turninum í Kópavogi dagana 27.–28. september. Sýn hans á upplýsinga- og miðlalæsi er mjög í takt við nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla og grunnþætti menntunar. Málstofan er einkum ætluð skólafólki, skólastjórnendum, kennurum í grunn- og framhaldsskóla, kennaranemum og öllum þeim sem koma að menntun barna á sviði upplýsinga- og miðlalæsis. Aðgangur er ókeypis en hægt er að skrá sig til þátttöku.

RANNUM, rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Félag fagfólks á skólasöfnum
3f,  Félag um upplýsingatækni og menntun

Menntakvika 5.okt. – auglýst eftir erindum á málstofu RANNUM

Við auglýsum hér með eftir hugsanlegum framlögum á málstofu á vegum Rannsóknarstofu í UT og miðlun (RANNUM) á Menntakviku ráðstefnunni sem haldin verður 5. október 2012. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins.

Í ár eins og síðustu tvö ár hefur verið ákveðið að veita rannsóknastofum tækifæri til að koma að skipulagningu og undirbúningi málstofa ráðstefnunnar, hver á sínu sérsviði. Ætlast er til að hópurinn sem kynnir á hverri málstofu samanstandi af fræðimönnum, framhaldsnemendum og fólki af vettvangi, t.d. þeim sem hafa unnið þróunarverkefni sem tengist fræðasviði rannsóknarstofunnar.

Hver rannsóknastofa getur fengið úthlutað eitt til þrjú „slott“ og í hverju „slotti (eins og hálfs tíma væntanlega)  þar er gert ráð fyrr fjórum erindum. Á ráðstefnunni er hverjum einstaklingi einungis ætlað að flytja eitt erindi, sem aðalflytjandi. Auk þess er bent á möguleika á að vera með veggspjaldakynningu í tengslum við hverja málstofu.

Í fyrra voru þrjár málstofur á vegum RANNUM með 12 erindum.

Áhugasamir sem vilja taka þátt í RANNUM málstofu(m) geta sent okkur tillögu á soljak@hi.is FYRIR 5.maí nk.  þar sem fram þarf að koma:

  • flytjendur
  • titill erinda
  • stuttur útdráttur/lýsing
  • hvort áhugi er fyrir erindi eða veggspjaldakynningu – í síðara tilviki væri frekar um að ræða verkefni í deiglu á áætlanastigi.

F.h. undirbúningshópsins

Sólveig Jakobsdóttir

Aðalfundur RANNUM 2012 28.3.

Fundurinn verður haldinn 28.mars kl. 16.00-18.00 í stofu K205 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð. Allir aðilar hvattir til að mæta. Þeir sem ekki komast á staðinn en vilja vera með á netinu hafi samband við Sólveigu Jakobsdóttur (soljak@hi.is).

Dagskrá

1. Skýrsla formanns um starfsárið 2011-2012
2. Tilnefning stjórnar til þriggja ára 2012-2014
(aðilar láti vita ef þeir hafa áhuga á stjórnarþátttöku)
3. Verkefni framundan – umræða
4. Önnur mál

Léttar veitingar og spjall

28.2. Tvær málstofur: Tákn á takteinum; Samfélagsfræði í Second Life

SHH

Valgerður Stefánsdóttir og Davíð Bjarnason, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra flytja erindið Tákn á takteinum – opinn hugbúnaður og aðgangur að menntaefni á málstofu RANNUM kl. 12-13 28.febrúar í stofu H101.  Rætt verður um nýtt verkefni Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH), SignWiki. SignWiki (http://is.signwiki.org) er opið upplýsingakerfi þar sem námi og orðabók á táknmáli er miðlað í tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.  Þróun kerfisins byggir á opnum hugbúnaði (MediaWiki) og eitt af markmiðum okkar er að  þær lausnir sem þróaðar eru megi nýta við miðlun táknmáls annars staðar í heiminum. Rætt verður stuttlega um tæknilegar útfærslur kerfisins og farið yfir virkni þess. Þá verður núverandi notkun þess í kennslu rædd svo og framtíðarmöguleikar. Einnig verður vikið að nýsköpunargildi verkefnisins í samhengi menntamála almennt í s.s. í tengslum við farnám (e. mobile learning) og hugmyndum um opið aðgengi að menntaefni og notkun á frjálsum hugbúnað.

Guðrún Cuttita í heimsókn í San Diego State University

Guðrún Cuttita í heimsókn í San Diego State University

Síðar sama daga kl. 15.00-15.40 verður önnur málstofa á vegum RANNUM. Guðrún Margrét Sólonsdóttir kennari við Garðaskóla fékk styrk úr sprotasjóði á síðasta ári vegna verkefnis um nýtingu þrívíddarumhverfisins Second Life í samfélagsfræðikennslu í Garðaskóla. Hún mun segja frá verkefninu.

Stefnt er að því að málstofurnar báðar verði einnig í boði í Adobe Connect https://frea.adobeconnect.com/ut
Þær eru haldnar í tengslum við staðlotu á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu.

Opinn eða lokaður tímaritaaðgangur? Hvar á að birta greinar?

Sólveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítalans flutti erindi á málstofu á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) 29.nóvember 2012. Hún fjallaði um hlutverk opins aðgangs að rafrænu efni og hvaða gildi hann hefur fyrir rannsóknar- og háskólasamfélagið. Þá var fjallað um innleiðingu opins aðgangs og í því samhengi um yfirlýsingar um opinn aðgang (t.d. Berlínarsamþykktin) og stefnumótun um aðgang að rannsóknarniðurstöðum kennara, nemenda  og sérfræðinga. Skoðað var hlutverk háskóla – og sérfræðibókasafna varðandi opinn aðgang.  Einnig var fjallað um rekstur rafrænna gagnasafna, s.s. Skemmuna http://www.skemman.is og Hirsluna http://www.landspitali.is. Upptaka af erindi í Adobe Connect   og  glærur (pdf)

Page 4 of 9:« First« 1 2 3 4 5 6 7 »Last »