RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Ross J. Todd: Upplýsinga- og miðlalæsi í þverfaglegu samstarfi við upplýsingaver grunnskóla

Erindi 27. september kl. 14.00-16.00 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð – Bratta
Dr. Ross J. Todd dósent við Rutgers University í New Jersey er mörgum að góðu kunnur en hann hefur verið vinsæll fyrirlesari á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og afar ötull á sviði rannsókna og skrifa. Hann hefur lengi unnið að málum skólasafna, ekki bara í Bandaríkjunum heldur víða um heim, og hefur ekki síst beint sjónum að því hvernig gera megi skólasafnið sem upplýsingaver að hjarta skólans. Todd mun flytja erindi á Landsfundi Upplýsingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga sem haldinn verður í Turninum í Kópavogi dagana 27.–28. september. Sýn hans á upplýsinga- og miðlalæsi er mjög í takt við nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla og grunnþætti menntunar. Málstofan er einkum ætluð skólafólki, skólastjórnendum, kennurum í grunn- og framhaldsskóla, kennaranemum og öllum þeim sem koma að menntun barna á sviði upplýsinga- og miðlalæsis. Aðgangur er ókeypis en hægt er að skrá sig til þátttöku.

RANNUM, rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Félag fagfólks á skólasöfnum
3f,  Félag um upplýsingatækni og menntun

Menntakvika 5.okt. – auglýst eftir erindum á málstofu RANNUM

Við auglýsum hér með eftir hugsanlegum framlögum á málstofu á vegum Rannsóknarstofu í UT og miðlun (RANNUM) á Menntakviku ráðstefnunni sem haldin verður 5. október 2012. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins.

Í ár eins og síðustu tvö ár hefur verið ákveðið að veita rannsóknastofum tækifæri til að koma að skipulagningu og undirbúningi málstofa ráðstefnunnar, hver á sínu sérsviði. Ætlast er til að hópurinn sem kynnir á hverri málstofu samanstandi af fræðimönnum, framhaldsnemendum og fólki af vettvangi, t.d. þeim sem hafa unnið þróunarverkefni sem tengist fræðasviði rannsóknarstofunnar.

Hver rannsóknastofa getur fengið úthlutað eitt til þrjú „slott“ og í hverju „slotti (eins og hálfs tíma væntanlega)  þar er gert ráð fyrr fjórum erindum. Á ráðstefnunni er hverjum einstaklingi einungis ætlað að flytja eitt erindi, sem aðalflytjandi. Auk þess er bent á möguleika á að vera með veggspjaldakynningu í tengslum við hverja málstofu.

Í fyrra voru þrjár málstofur á vegum RANNUM með 12 erindum.

Áhugasamir sem vilja taka þátt í RANNUM málstofu(m) geta sent okkur tillögu á soljak@hi.is FYRIR 5.maí nk.  þar sem fram þarf að koma:

 • flytjendur
 • titill erinda
 • stuttur útdráttur/lýsing
 • hvort áhugi er fyrir erindi eða veggspjaldakynningu – í síðara tilviki væri frekar um að ræða verkefni í deiglu á áætlanastigi.

F.h. undirbúningshópsins

Sólveig Jakobsdóttir

Aðalfundur RANNUM 2012 28.3.

Fundurinn verður haldinn 28.mars kl. 16.00-18.00 í stofu K205 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð. Allir aðilar hvattir til að mæta. Þeir sem ekki komast á staðinn en vilja vera með á netinu hafi samband við Sólveigu Jakobsdóttur (soljak@hi.is).

Dagskrá

1. Skýrsla formanns um starfsárið 2011-2012
2. Tilnefning stjórnar til þriggja ára 2012-2014
(aðilar láti vita ef þeir hafa áhuga á stjórnarþátttöku)
3. Verkefni framundan – umræða
4. Önnur mál

Léttar veitingar og spjall

28.2. Tvær málstofur: Tákn á takteinum; Samfélagsfræði í Second Life

SHH

Valgerður Stefánsdóttir og Davíð Bjarnason, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra flytja erindið Tákn á takteinum – opinn hugbúnaður og aðgangur að menntaefni á málstofu RANNUM kl. 12-13 28.febrúar í stofu H101.  Rætt verður um nýtt verkefni Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH), SignWiki. SignWiki (http://is.signwiki.org) er opið upplýsingakerfi þar sem námi og orðabók á táknmáli er miðlað í tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.  Þróun kerfisins byggir á opnum hugbúnaði (MediaWiki) og eitt af markmiðum okkar er að  þær lausnir sem þróaðar eru megi nýta við miðlun táknmáls annars staðar í heiminum. Rætt verður stuttlega um tæknilegar útfærslur kerfisins og farið yfir virkni þess. Þá verður núverandi notkun þess í kennslu rædd svo og framtíðarmöguleikar. Einnig verður vikið að nýsköpunargildi verkefnisins í samhengi menntamála almennt í s.s. í tengslum við farnám (e. mobile learning) og hugmyndum um opið aðgengi að menntaefni og notkun á frjálsum hugbúnað.

Guðrún Cuttita í heimsókn í San Diego State University

Guðrún Cuttita í heimsókn í San Diego State University

Síðar sama daga kl. 15.00-15.40 verður önnur málstofa á vegum RANNUM. Guðrún Margrét Sólonsdóttir kennari við Garðaskóla fékk styrk úr sprotasjóði á síðasta ári vegna verkefnis um nýtingu þrívíddarumhverfisins Second Life í samfélagsfræðikennslu í Garðaskóla. Hún mun segja frá verkefninu.

Stefnt er að því að málstofurnar báðar verði einnig í boði í Adobe Connect https://frea.adobeconnect.com/ut
Þær eru haldnar í tengslum við staðlotu á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu.

Opinn eða lokaður tímaritaaðgangur? Hvar á að birta greinar?

Sólveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítalans flutti erindi á málstofu á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) 29.nóvember 2012. Hún fjallaði um hlutverk opins aðgangs að rafrænu efni og hvaða gildi hann hefur fyrir rannsóknar- og háskólasamfélagið. Þá var fjallað um innleiðingu opins aðgangs og í því samhengi um yfirlýsingar um opinn aðgang (t.d. Berlínarsamþykktin) og stefnumótun um aðgang að rannsóknarniðurstöðum kennara, nemenda  og sérfræðinga. Skoðað var hlutverk háskóla – og sérfræðibókasafna varðandi opinn aðgang.  Einnig var fjallað um rekstur rafrænna gagnasafna, s.s. Skemmuna http://www.skemman.is og Hirsluna http://www.landspitali.is. Upptaka af erindi í Adobe Connect   og  glærur (pdf)

Samkennsla við MVS – þróun kennsluhátta

Hér er vísað í tillögur og umhugsunarefni varðandi þróun kennslu við Menntavísindasvið. Þuríður Jóhannsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir hafa unnið tillögurnar sem byggja á rannsókn á reynslunni af samkennslu sl. skólaár.  http://skrif.hi.is/rannum/files/2011/11/Tillogur_umhugsun_samkennsla_nov_2011.pdf

Við hvetjum samstarfsfólk og aðra áhugasama til að kynna sér tillögurnar og senda okkur viðbrögð (thuridur@hi.is; soljak@hi.is)

 

Ráðstefna um opið menntaefni 21.nóv. nk.

Ráðstefna um upið menntaefniVið vekjum athygli á ráðstefnu um opið menntaefni (open educational resources, OERs) sem fyrirhugað er að halda 21.nóv. nk. í Hörpu. Opið menntaefni felur í sér lýðræðislega þróun á námsefni og verkfærum sem geta hentað vel í kennslu og nú er nýútkomin skýrsla á vegum UNESCO um opið menntaefni. Á ráðstefnunni verða erlendir fyrirlesarar en hér er kallað eftir framlögum (ágripum) fyrir 7. nóvember frá áhugasömum fræðimönnum, kennurum, námsefnishöfundum og öðrum sem hafa þekking og reynslu á þessu sviði. Sjá auglýsingu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ, RANNUM og 3f. Í von um jákvæð viðbrögð og góða þátttöku á ráðstefnunni.

PISA 2009: Læsi 15 ára nemenda á rafrænan texta

Hádegisverðarfundur RANNUM 25. október kl. 12-13 í H203, aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð: Almar Halldórsson frá Námsmatsstofnun kynnti niðurstöður um færni nemenda við að vinna með og meta upplýsingar á netsíðum og einnig um tölvu- og netnotkun. Í júní gaf OECD út skýrsluna Students On Line: Digital Technologies and Performance (Volume VI) sem sýnir niðurstöður rannsóknar innan alþjóðlega PISA verkefnisins þar sem lesskilningur nemenda var metinn með rafrænum texta. Ísland tóku þátt í þessum hluta PISA 2009 auk 18 annarra PISA landa. (Sjá skýrslur á vef Námsmatsstofnunar). Gefið var færi á að tengjast beint málstofunni. Upptaka af henni er hér í Adobe Connect.

Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities

JaquieFyrsta málstofa RANNUM á skólaárinu 2011-12 var haldin þriðjudaginn 20.september kl. 12-13 í E303 (ath. breyttan fundarstað) í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Stakkahlíð, sjá lýsingu hér fyrir neðan.

Upptaka í eMission Glærur (pdf)

Jacqueline Tinkler kennari við Charles Sturt University (Flexible Learning Institute, Faculty of Education) í Wagga Wagga í Ástralíu mun halda erindi um doktorsverkefni sitt: Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities. Rannsóknin beinist að því hvernig skólasamfélög í tveimur skólum í Ástralíu sjá fyrir sér möguleika í nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni (UST) í menntun og hvernig stefna á þessu sviði hefur haft áhrif á nýtingu UST innan skólanna og áætlanir um framtíðarnotkun í námi og kennslu. Tinkler mun kynna markmið og bakgrunn rannsóknarinnar og hvernig hún hefur nýtt kortlagningu hugtaka (concept mapping) sem rannsóknaraðferð.  Þátttakendur í rannsókninni gerðu tvö hugtakakort: annars vegar með hugmyndum sínum um hvernig UST væri notuð í skólum og hins vegar um hvernig UST gæti bylt og breytt menntun og stuðlað að skólaþróun. Í erindi sínu mun Tinkler sýna dæmi um hugtakakort úr forathugun og ræða við þátttakendur í málstofunni um fyrstu niðurstöður og  hvernig nýta megi þessa rannsóknaraðferð.

 • Slökkt á athugasemdum við Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities
 • Email to friend
 • Blog it
 • Stay updated

NordForsk samstarfsnet: Learning across contexts

RANNUM (Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun) er komið í samstarfsnet með systurstofnunum á Norðurlöndum  og í Eistlandi (sjá yfirlit hér fyrir neðan). Styrkur fékkst til samstarfsins frá NordForsk – Researcher Neworks 2011 fyrir samstarfsnetið: Learning across contexts. Ola Erstad við Háskólann í Osló veitir verkefninu forystu.

 • TransAction – learning, knowing and identity in the information society’ research group in Oslo
  Group Leader: Professor Ola Erstad, Institute for Educational Research, University of Oslo, Norway
 • The Learning Bridges Research Center, Helsinki
  Group Leader: Director/Professor Kristiina Kumpulainen, Information and evaluation services, National Board of Education & University of Helsinki
 • The Linnaeus Centre for Research on Learning, Interaction and Mediated Communication in Contemporary Society (LinCS) (www.lincs.gu.se) Gothenburg
  Group Leader: Professor Roger Säljö, professor of education and educational psychology at Göteborg University
 • The DREAM Centre (Danish Research Centre on Education and Advanced Media Materials)
  Group leader: Professor/Director Kirsten Drotner, University of Southern Denmark
 • University of Tartu, Faculty of Social and Educational Sciences
  Group Leader: Pille Pruulmann-Vengerfeldt, Assoicate Professor

Þetta mun væntanlega styrkja RANNUM mikið og þá doktorsnema RANNUM sem verða með í samstarfinu sem  eru: Salvör Gissurardóttir, Skúlína Kjartansdóttir og Stefán Jökulsson.  Aðrir fulltrúar RANNUM sem koma að samstarfinu eru: Sólveig Jakobsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir og Þorbjörn Broddason.

Page 4 of 8:« First« 1 2 3 4 5 6 7 »Last »