RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Menntakvika 5.okt. – auglýst eftir erindum á málstofu RANNUM

Við auglýsum hér með eftir hugsanlegum framlögum á málstofu á vegum Rannsóknarstofu í UT og miðlun (RANNUM) á Menntakviku ráðstefnunni sem haldin verður 5. október 2012. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins.

Í ár eins og síðustu tvö ár hefur verið ákveðið að veita rannsóknastofum tækifæri til að koma að skipulagningu og undirbúningi málstofa ráðstefnunnar, hver á sínu sérsviði. Ætlast er til að hópurinn sem kynnir á hverri málstofu samanstandi af fræðimönnum, framhaldsnemendum og fólki af vettvangi, t.d. þeim sem hafa unnið þróunarverkefni sem tengist fræðasviði rannsóknarstofunnar.

Hver rannsóknastofa getur fengið úthlutað eitt til þrjú „slott“ og í hverju „slotti (eins og hálfs tíma væntanlega)  þar er gert ráð fyrr fjórum erindum. Á ráðstefnunni er hverjum einstaklingi einungis ætlað að flytja eitt erindi, sem aðalflytjandi. Auk þess er bent á möguleika á að vera með veggspjaldakynningu í tengslum við hverja málstofu.

Í fyrra voru þrjár málstofur á vegum RANNUM með 12 erindum.

Áhugasamir sem vilja taka þátt í RANNUM málstofu(m) geta sent okkur tillögu á soljak@hi.is FYRIR 5.maí nk.  þar sem fram þarf að koma:

 • flytjendur
 • titill erinda
 • stuttur útdráttur/lýsing
 • hvort áhugi er fyrir erindi eða veggspjaldakynningu – í síðara tilviki væri frekar um að ræða verkefni í deiglu á áætlanastigi.

F.h. undirbúningshópsins

Sólveig Jakobsdóttir

Aðalfundur RANNUM 2012 28.3.

Fundurinn verður haldinn 28.mars kl. 16.00-18.00 í stofu K205 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð. Allir aðilar hvattir til að mæta. Þeir sem ekki komast á staðinn en vilja vera með á netinu hafi samband við Sólveigu Jakobsdóttur (soljak@hi.is).

Dagskrá

1. Skýrsla formanns um starfsárið 2011-2012
2. Tilnefning stjórnar til þriggja ára 2012-2014
(aðilar láti vita ef þeir hafa áhuga á stjórnarþátttöku)
3. Verkefni framundan – umræða
4. Önnur mál

Léttar veitingar og spjall

28.2. Tvær málstofur: Tákn á takteinum; Samfélagsfræði í Second Life

SHH

Valgerður Stefánsdóttir og Davíð Bjarnason, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra flytja erindið Tákn á takteinum – opinn hugbúnaður og aðgangur að menntaefni á málstofu RANNUM kl. 12-13 28.febrúar í stofu H101.  Rætt verður um nýtt verkefni Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH), SignWiki. SignWiki (http://is.signwiki.org) er opið upplýsingakerfi þar sem námi og orðabók á táknmáli er miðlað í tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.  Þróun kerfisins byggir á opnum hugbúnaði (MediaWiki) og eitt af markmiðum okkar er að  þær lausnir sem þróaðar eru megi nýta við miðlun táknmáls annars staðar í heiminum. Rætt verður stuttlega um tæknilegar útfærslur kerfisins og farið yfir virkni þess. Þá verður núverandi notkun þess í kennslu rædd svo og framtíðarmöguleikar. Einnig verður vikið að nýsköpunargildi verkefnisins í samhengi menntamála almennt í s.s. í tengslum við farnám (e. mobile learning) og hugmyndum um opið aðgengi að menntaefni og notkun á frjálsum hugbúnað.

Guðrún Cuttita í heimsókn í San Diego State University

Guðrún Cuttita í heimsókn í San Diego State University

Síðar sama daga kl. 15.00-15.40 verður önnur málstofa á vegum RANNUM. Guðrún Margrét Sólonsdóttir kennari við Garðaskóla fékk styrk úr sprotasjóði á síðasta ári vegna verkefnis um nýtingu þrívíddarumhverfisins Second Life í samfélagsfræðikennslu í Garðaskóla. Hún mun segja frá verkefninu.

Stefnt er að því að málstofurnar báðar verði einnig í boði í Adobe Connect https://frea.adobeconnect.com/ut
Þær eru haldnar í tengslum við staðlotu á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu.

Opinn eða lokaður tímaritaaðgangur? Hvar á að birta greinar?

Sólveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítalans flutti erindi á málstofu á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) 29.nóvember 2012. Hún fjallaði um hlutverk opins aðgangs að rafrænu efni og hvaða gildi hann hefur fyrir rannsóknar- og háskólasamfélagið. Þá var fjallað um innleiðingu opins aðgangs og í því samhengi um yfirlýsingar um opinn aðgang (t.d. Berlínarsamþykktin) og stefnumótun um aðgang að rannsóknarniðurstöðum kennara, nemenda  og sérfræðinga. Skoðað var hlutverk háskóla – og sérfræðibókasafna varðandi opinn aðgang.  Einnig var fjallað um rekstur rafrænna gagnasafna, s.s. Skemmuna http://www.skemman.is og Hirsluna http://www.landspitali.is. Upptaka af erindi í Adobe Connect   og  glærur (pdf)

Samkennsla við MVS – þróun kennsluhátta

Hér er vísað í tillögur og umhugsunarefni varðandi þróun kennslu við Menntavísindasvið. Þuríður Jóhannsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir hafa unnið tillögurnar sem byggja á rannsókn á reynslunni af samkennslu sl. skólaár.  http://skrif.hi.is/rannum/files/2011/11/Tillogur_umhugsun_samkennsla_nov_2011.pdf

Við hvetjum samstarfsfólk og aðra áhugasama til að kynna sér tillögurnar og senda okkur viðbrögð (thuridur@hi.is; soljak@hi.is)

 

Ráðstefna um opið menntaefni 21.nóv. nk.

Ráðstefna um upið menntaefniVið vekjum athygli á ráðstefnu um opið menntaefni (open educational resources, OERs) sem fyrirhugað er að halda 21.nóv. nk. í Hörpu. Opið menntaefni felur í sér lýðræðislega þróun á námsefni og verkfærum sem geta hentað vel í kennslu og nú er nýútkomin skýrsla á vegum UNESCO um opið menntaefni. Á ráðstefnunni verða erlendir fyrirlesarar en hér er kallað eftir framlögum (ágripum) fyrir 7. nóvember frá áhugasömum fræðimönnum, kennurum, námsefnishöfundum og öðrum sem hafa þekking og reynslu á þessu sviði. Sjá auglýsingu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ, RANNUM og 3f. Í von um jákvæð viðbrögð og góða þátttöku á ráðstefnunni.

PISA 2009: Læsi 15 ára nemenda á rafrænan texta

Hádegisverðarfundur RANNUM 25. október kl. 12-13 í H203, aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð: Almar Halldórsson frá Námsmatsstofnun kynnti niðurstöður um færni nemenda við að vinna með og meta upplýsingar á netsíðum og einnig um tölvu- og netnotkun. Í júní gaf OECD út skýrsluna Students On Line: Digital Technologies and Performance (Volume VI) sem sýnir niðurstöður rannsóknar innan alþjóðlega PISA verkefnisins þar sem lesskilningur nemenda var metinn með rafrænum texta. Ísland tóku þátt í þessum hluta PISA 2009 auk 18 annarra PISA landa. (Sjá skýrslur á vef Námsmatsstofnunar). Gefið var færi á að tengjast beint málstofunni. Upptaka af henni er hér í Adobe Connect.

Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities

JaquieFyrsta málstofa RANNUM á skólaárinu 2011-12 var haldin þriðjudaginn 20.september kl. 12-13 í E303 (ath. breyttan fundarstað) í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Stakkahlíð, sjá lýsingu hér fyrir neðan.

Upptaka í eMission Glærur (pdf)

Jacqueline Tinkler kennari við Charles Sturt University (Flexible Learning Institute, Faculty of Education) í Wagga Wagga í Ástralíu mun halda erindi um doktorsverkefni sitt: Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities. Rannsóknin beinist að því hvernig skólasamfélög í tveimur skólum í Ástralíu sjá fyrir sér möguleika í nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni (UST) í menntun og hvernig stefna á þessu sviði hefur haft áhrif á nýtingu UST innan skólanna og áætlanir um framtíðarnotkun í námi og kennslu. Tinkler mun kynna markmið og bakgrunn rannsóknarinnar og hvernig hún hefur nýtt kortlagningu hugtaka (concept mapping) sem rannsóknaraðferð.  Þátttakendur í rannsókninni gerðu tvö hugtakakort: annars vegar með hugmyndum sínum um hvernig UST væri notuð í skólum og hins vegar um hvernig UST gæti bylt og breytt menntun og stuðlað að skólaþróun. Í erindi sínu mun Tinkler sýna dæmi um hugtakakort úr forathugun og ræða við þátttakendur í málstofunni um fyrstu niðurstöður og  hvernig nýta megi þessa rannsóknaraðferð.

 • Slökkt á athugasemdum við Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities
 • Email to friend
 • Blog it
 • Stay updated

NordForsk samstarfsnet: Learning across contexts

RANNUM (Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun) er komið í samstarfsnet með systurstofnunum á Norðurlöndum  og í Eistlandi (sjá yfirlit hér fyrir neðan). Styrkur fékkst til samstarfsins frá NordForsk – Researcher Neworks 2011 fyrir samstarfsnetið: Learning across contexts. Ola Erstad við Háskólann í Osló veitir verkefninu forystu.

 • TransAction – learning, knowing and identity in the information society’ research group in Oslo
  Group Leader: Professor Ola Erstad, Institute for Educational Research, University of Oslo, Norway
 • The Learning Bridges Research Center, Helsinki
  Group Leader: Director/Professor Kristiina Kumpulainen, Information and evaluation services, National Board of Education & University of Helsinki
 • The Linnaeus Centre for Research on Learning, Interaction and Mediated Communication in Contemporary Society (LinCS) (www.lincs.gu.se) Gothenburg
  Group Leader: Professor Roger Säljö, professor of education and educational psychology at Göteborg University
 • The DREAM Centre (Danish Research Centre on Education and Advanced Media Materials)
  Group leader: Professor/Director Kirsten Drotner, University of Southern Denmark
 • University of Tartu, Faculty of Social and Educational Sciences
  Group Leader: Pille Pruulmann-Vengerfeldt, Assoicate Professor

Þetta mun væntanlega styrkja RANNUM mikið og þá doktorsnema RANNUM sem verða með í samstarfinu sem  eru: Salvör Gissurardóttir, Skúlína Kjartansdóttir og Stefán Jökulsson.  Aðrir fulltrúar RANNUM sem koma að samstarfinu eru: Sólveig Jakobsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir og Þorbjörn Broddason.

Miðlamennt: Leo Pekkala 18.maí 10-12

RANNUM boðar til málstofu um miðlamennt miðvikudaginn 18. maí. Verður hún haldin í Hamri, húsnæði  menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, kl. 10-12 í stofu H201. Þar  mun dr. Leo Pekkala segja frá fræðastarfi sem tengist miðlamennt í Háskólanum  í Lapplandi, þar sem hann starfar, og ræða hugmyndir sínar um miðlalæsi og  miðlamennt við málstofugesti.

Miðað er við málstofan verði að stórum hluta samræða milli Pekkala, málstofugesta  og umræðustjóra sem er Stefán Jökulsson, lektor í miðlun og miðlalæsi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hugtakið miðlamennt vísar til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla – myndmiðla, hljóðmiðla, prentmiðla og netmiðla – við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að nemendur læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun.

Miðlamennt snertir einnig þá námsfærni sem tengist stafrænni tækni og með henni er stefnt að því að minnka muninn á því sem nemendur læra í skólum og þeirri kunnáttu og færni sem þeir þarfnast í lífi sínu og starfi.

Page 5 of 9:« First« 2 3 4 5 6 7 8 »Last »