RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Nýting upplýsingatækni til samskipta í tungumálanámi og -kennslu: Möguleikar og vandamál

Erindi á vegum 3f og RANNUM
Staðsetning: E205 Stakkahlíð en einnig hægt að taka þátt í Connect Pro
http://frea.adobeconnect.com/nok042f_malstofa/
Kl. 12-13 12.apríl 2011

Ida M. Semey kennari við MH og meistaranemi á kjörsviði í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ mun fjalla um reynslu sína af notkun upplýsingatækni til samskipta í spænskukennslu og hvernig má nýta fjölbreytta samskiptamöguleika í tungumálanámi. Fjallað verður um kennslufræði, skipulag og tækni og tekin nokkur dæmi þegar notuð eru samskiptaverkfæri s.s. Skype, Facebook og GoogleDocs. Einnig verða skoðuð vandamál sem geta komið upp og hvernig hægt er að bregðast við þeim.

Aðalfundur RANNUM 15.3. kl. 15.30-17.00

Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi Bolholti 6, 5.hæð kl. 15.30-17.00. Allir aðilar hvattir til að mæta.

Dagskrá

1. Skýrsla ábyrgðarmanns um starfsárið 2010-2011
2. Tilnefning stjórnar fyrir 2011-2012
3. Verkefni framundan – umræða
4. Önnur mál

Léttar veitingar og spjall

Ungt fólk og netið: Viðhorf til öryggis og netsamskipta

Einar Norðfjörð fulltrúi í ungmennaráði SAFT verkefnisins og nemandi við Menntaskólann Hraðbraut mun halda erindi 15. mars nk. á málstofu kl. 12-13 á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) í samstarfi við Heimili og skóla og SAFT verkefnið sem er stuðningsaðili RANNUM.

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. Í tengslum við verkefnið starfar ungmennaráð sem samanstendur af krökkum á aldrinum 11-18 ára sem koma alls staðar að af landinu. Ráðið leggur mjög mikið af mörkum til verkefnisins, aðstoðar SAFT við að hanna heimasíðuna www.saft.is , koma með hugmyndir um hvernig eigi að kenna ánægjulegir og örugga netnotkun í skólum landsins og margt fleira. Hafa fulltrúar ráðsins m.a. tekið virkan þátt á undanförnum mánuðum í umfangsmiklu átaki gegn einelti – þar á meðal borgarafundum sem haldnir hafa verið víða um landið.

Einar Norðfjörð er fulltrúi í ungmennaráði SAFT og mun í erindi sínu segja frá netnotkun ungs fólks og hvernig samskipti hafa þróast og breyst með notkun netsins, ræða um netöryggi og skynsama netnotkun. Hann mun fjalla um álitamál sem upp hafa komið að undanförnu s.s. lokun vefsíðna í baráttu gegn barnaklámi.

Staðsetning: E205 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð

Wikipedia – einn áratugur

Salvör Gissurardóttur flytur erindi í málstofu á vegum RANNUM um þekkingarsköpun og samvinnuskrif í alfræðiritinu Wikipedia í  myndefni, textum og tenglum. Fjallað verður um þróun Wikipedia á þeim áratug sem liðinn er frá því að vefurinn var stofnaður 15. janúar 2001 og skoðuð  þróun og samspil  Wikipedia og samfélags þeirra sem leggja inn efni(Wikipedians), verkfæra t.d. tungutækniverkfæra og reglna t.d. regla um heimildanotkun. Wikipedia verður skoðuð út frá menningar- og sögulegri starfsemiskenningu.

Tími: 22.2. 2011, kl. 12-13
Staðsetning: E205, aðalbygging Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Fyrsti hádegisverðarfundur RANNUM 2011 25.1. kl. 12-13

Kennaramenntun í fjarnámi samhliða kennslu í skóla

Þuríður Jóhannsdóttir

Þuríður Jóhannsdóttir

Á fyrsta hádegisverðarfundi RANNUM á árinu 2011 mun dr. Þuríður Jóhannsdóttir kynna doktorsverkefni sitt sem hún varði 3.desember sl. Ritgerðin fjallar um kennaramenntun í fjarnámi og kennaranema sem búa á landsbyggðinni og kenna í grunnskólum samhliða kennaranámi. Vettvangur rannsóknarinnar var annars vegar fjarnámið við Kennaraháskóla Íslands þar sem fylgst var með háskólanámi kennaranema og hins vegar strandhérað þar sem lengi hafði verið kennaraskortur en þar var fylgst með kennaranemum í skólum. Kennaramenntun er í senn akademískt og starfstengt nám og rannsóknin lýtur að því hvernig námið í skólunum og háskólanámið er samtengt. Með því að greina samspil einstaklingsþróunar og stofnanaþróunar er varpað ljósi á hvernig möguleikar til að læra að vera kennari tengjast bæði þróun í skólum og þróun fjarnámsins.
Í ljós kom að það var háð aðstæðum í skólunum hvernig háskólanámið nýttist. Dregin er sú ályktun að til þess að styðja nám kennaranema þurfi að vinna að skólaþróun á stofnanagrunni. Gengi kennaranema í háskólanáminu tengist þróun náms- og kennsluhátta í fjarnámi sem fram fer í námsumhverfi á netinu en líka í staðlotum í háskólanum. Möguleiki til samvinnu skiptir sköpum varðandi velgengni í náminu og andrúmsloft samhjálpar og samábyrgðar hefur þróast  í samfélagi fjarnema. Til að greiða fyrir frekari þróun fjarnámsins þarf að vinna að þróun þess á stofnanastigi alveg eins og í grunnskólum.
Meginniðurstaða ritgerðarinnar er sú að fyrir framþróun kennaramenntunar þurfi að vinna að þróun á starfi grunnskóla og háskóla á grundvelli stofnanasamvinnu. Í slíkri þróunarvinnu þarf í senn að beina sjónum að ábyrgð einstaklinga, samábyrgð bæði í hópi kennaranema og háskólakennara svo og að sameiginlegri stofnanaábyrgð bæði grunnskóla og háskóla.

Tími: 25. janúar 2011, kl. 12-13
Staðsetning: E205, aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Nánari upplýsingar er að finna á vef Þuríðar
http://uni.hi.is/thuridur

Ritgerðina er einnig að finna hér:
Þuríður Jóna Jóhannsdóttir. (2010). Teacher education and school-based distance learning: individual and systemic development in schools and a teacher education programme. Doktorsritgerð, University of Iceland, Reykjavík.  http://hdl.handle.net/1946/7119

Wikipedia 10 ára 15. jan.

Wikipedía alfræðiritið varð 10 ára 15. janúar 2011. Í tilefni var haldin á Íslandi málstofa og vinnustofa þar sem fræðimenn og leikmenn fjölluðu um Wikipedia,  vinnu nemenda og kennara í wikikerfum og opin

rannsóknar- og kennslugögn.   Skipuleggjendur málstofunnar voru auk RANNUM, Wikipedians in Iceland, Isfoss (Icelandic society for open source in education and OER), FSFI (Icelandic society for digital freedom). Átti Salvör Gissurardóttir, einn stofnaðila RANNUM, veg og vanda af því að skipuleggja atburðinn.

450px-Wikipedia10_Reykjavik_Iceland_cake_10

Við byrjuðum með nokkrum stuttum erindum og umræðum í stofu L303  á  3. hæð í Listgreinahúsi í Skipholti 37  kl. 10 en veittum svo aðstoð þeim sem vildu spreyta sig á að skrifa pistla í íslensku Wikipediu.

Við hvetjum fræðimenn og stúdenta að kynna sér hvernig Wikipedia vinnur og læra að skrifa greinar. Sérstaklega viljum við hvetja  háskólafólk til að kynna sér hvernig háskólanemendur geta skrifað saman undir handleiðslu kennara fræðsluefni og fræðilegar greinar í Wikipedia.

Nánari upplýsingar um afmælisdagskránna eru á þessari slóð:

http://ten.wikipedia.org/wiki/Reykjavik

Þessi viðburður var einn af yfir 350 viðburðum sem voru víða um heim til að fagna 10 ára afmæli Wikipedia þennan dag.

Tungumálatorgið – opnun og kynning

Fjölmenni var við opnun og kynningu á Tungumálatorguni á Degi íslenskrar tungu 16. nóv.
Tungumálatorgið – hefur nú formlega verið opnað á: http://tungumalatorg.is

Hjartanlegar hamingjuóskir til Þorbjargar og Brynhildar og allra sem komið hafa að þessari þróunarvinnu og einnig til þeirra sem geta nú nýtt sér þennan vef og tekið virkan þátt í samfélaginu á Tungumálatorginu.

Glærur frá kynningu Þorbjargar og Brynhildar.

Myndir frá atburðinum.

Tungumálatorgið – opnun og erindi

tungumalatorgbod

Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið bjóða þér að  vera við opnun Tungumálatorgsins á Degi íslenskrar tungu.
Forseti Menntavísindasviðs Jón Torfi Jónasson flytur ávarp og  Brynhildur A. Ragnarsdóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir kynna  verkefnið og fjalla um þróun og ávinning af því.

Markmið Tungumálatorgsins er að styðja við nám og kennslu tungumála og fjölmenningarlegt skólastarf með upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samskiptum um netið. Vettvangurinn hefur þýðingu fyrir fjölmenna hópa tungumálakennara, skólastjórnenda, foreldra og nemenda. Tungumálatorgið er ætlað öllum skólastigum og fullorðinsfræðslu.
Verkefnið hefur hlotið styrki frá mennta-og menningarmálaráðuneyti, Sprotasjóði, Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur, Endurmenntunarsjóði grunnskóla, Þróunarsjóði innflytjendamála, Nordplus og Vinnumálastofnun.

Tími og staðsetning:
Dagur íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 12:30 –13:30
í bókasafni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð

Menntakvika – málstofa á vegum RANNUM, 22.okt.

Vekjum athygli á Menntakviku – árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs HÍ sem haldið verður 22.október kl. 9-17. Á ráðstefnunni standa rannsóknarstofur Menntavísindasviðs fyrir málstofum, þar á meðal RANNUM. Dagskráin hjá okkur verður fjölbreytt. Hún er kl. 13.30-15.00 og 15.30-17.00 í stofu E303, aðalbyggingu Menntavísindasviðs í Stakkahlíð.

Sjá nánar dagskrá ráðstefnu (pdf skjal)
Vefur ráðstefnunnar er á http://vefsetur.hi.is/menntakvika/


DIVIS – Evrópuverkefni um notkun myndbandagerðar í tungumálanámi

Málstofa um DIVIS – Evrópuverkefni um notkun myndbandagerðar í tungumálanámi verður í boði RANNUM (Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun) og RANNMÁL (Rannsóknarstofu um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls). Meðlimir í DIVIS rannsóknarhópnum segja frá verkefninu og fyrstu niðurstöðum þess. Aðalframsögumaður: Michael Dal, lektor við Háskóla Íslands.

Staðsetning: H202, aðalbygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. Kl. 12-13.

Page 6 of 9:« First« 3 4 5 6 7 8 9 »