RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Málstofur/hádegisverðarfundir haust 2009

RANNUM – hádegisverðarfundir – haustmisseri 2009
Dagskrá eftirfarandi þriðjudaga kl. 12-13 í fundarherbergi E205, aðalbyggingu Stakkahlíð

20.október
Stærðfræðileikar – verðlaunakeppni á vefnum: þróun og mat
Sveinn Ingimarsson, stærðfræðikennari í Hagaskóla og meistaranemi við HÍ

17.nóvember
Fjarnám og blandað nám í íslenskum framhaldsskólum: Þróun og framtíð?
Dr. Sólveig Jakobsdóttir, dósent HÍ

8.desember
Upplýsingalæsi – Gildi þess í upplýsinga- og þekkingarþjóðfélaginu.
Þórdís T. Þórarinsdóttir, forstöðumaður bókasafns MS og doktorsnemi við HÍ

Samráðsfundir um RANNÍS umsókn

Samráðsfundir RANNUM vegna umsóknar í rannsóknarsjóð RANNÍS haust 2009. Fyrsti fundur var haldinn 10.september í stofue E205, aðalbyggingu menntavísindasviðs í Stakkahlíð, kl. 16-18. Annar fundur var haldinn á sama staða 14.september kl. 15-17.  Í framhaldi af því var settur upp vefur fyrir umsóknarvinnuna á http://learnict21.webs.com. Þriðji fundur er svo haldinn mánudaginn 28.september kl. 16.30-18.30, einnig á sama stað.

Þeir sem ætla vera með í umsókninni þurfa að mæta 28.9. eða að öðrum kosti hafa samband við Sólveigu Jakobsdóttur, soljak@hi.is, 663-7561.

Netsamfélag á NING: UT og miðlun í menntun

Sett hefur verið upp netsamfélag fyrir þá stunda rannsóknir, kennslu og nám á sviði UT og miðlunar í menntun. Sjá http://utmidlun.ning.com. Þar er hægt að mynda undirhópa og hefur einn slíkur verið settur upp fyrir RANNUM. RANNUM-stofnaðilar eru hvattir til að skrá sig inn á svæðið. Mikil þróun er nú að eiga sér stað varðandi nýtingu alls kyns kerfa til uppbyggingar netsamfélaga. Flestir á Íslandi eru þegar komnir með reynslu af að nýta Facebook kerfið og er NING á margan hátt svipað að uppbyggingu en sérstaklega ætlað til notkunar í menntageiranum. Áhugaverð málstofa var á Netinu sl. nótt þar sem skoðuð var þróun á þessu sviði. Hægt er að nálgast upptökur af þeim kynningum og umræðum sem fram fóru: Social Media: Trends and Implications for Learning.
http://AACE.org/GlobalU/seminars/socialmedia/. Faculty: George Siemens – Learning Technologies Centre, Univ. of Manitoba, Canada

Ráðstefna 3f og RANNUM 2.10. – SKRÁNING HAFIN

Árleg ráðstefna 3f – félags um upplýsingatækni og menntun – verður haldin í samstarfi við RANNUM 2. október 2009 í Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður megin viðfangsefnið skapandi skólastarf. Fjallað verður um opnar og margbreytilegar leiðir sem færar eru í námi og kennslu, en árið 2009 er einmitt ár skapandi hugsunar og nýsköpunnar í Evrópu. Skráning er hafin á vef ráðstefnunnar http://radstefna.webs.com/

Vonast er eftir góðri þátttöku – ekki síst úr röðum RANNUM aðila.

26.5. Hádegisverðarfundur kl. 12.15: Umræða um haustráðstefnu 3f og RANNUM

Boðið er til umræðu um ráðstefnu 3f og RANNUM 2.-3.október í stofu E205 í aðalbyggingu menntavísindasviðs v/Stakkahlíð. Í hádeginu 26.5. kl. 12.15-13.00. Fjóla Þorvaldsdóttir og Sigurður Fjalar Jónsson sem eru í undirbúningshópnum af hálfu 3f kynna fyrstu hugmyndir. Stofnaðilar eru hvattir til að mæta.

Þróun stafræns námsefnis sem dæmi um nýsköpun í íslensku skólakerfi: niðurstöður OECD/CERI rannsóknar

Þróun stafræns námsefnis sem dæmi um nýsköpun í íslensku skólakerfi: niðurstöður OECD/CERI rannsóknar
Digital learning resources as systemic innovation: some results from an OECD/CERI study in Iceland

Flytjandi: Dr. Allyson Macdonald, prófessor

Í erindinu, sem flutt verður á ensku, verður fjallað um niðurstöður nýútkominnar bakgrunnsskýrslu sem unnin hefur verið sem hluti af verkefni á vegum OECD/CERI. Skýrslan fjallar um þróun stafræns námsefnis og hvata og stuðning til slíkrar þróunar í skólakerfinu. Í erindinu verður gert grein fyrir niðurstöðum úr íslenska hluta verkefnisins. Fjallað verður m.a. um stefnu hér á landi og hvernig gengið hefur að styðja við verkefni tengd nýsköpun stafræns efnis og halda þeim gangandi. Skoðuð eru sérstaklega verkefni tengd tungumálakennslu og helstu gáttir að stafrænu námsefni.

Fyrirlesturinn er á vegum RANNUM og fer fram miðvikudaginn 29.4. í Bratta, fyrirlestrarsal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð milli kl. 16 og 17. Fyrirlesturinn er tekinn upp og hægt er að horfa á hann á http://sjonvarp.khi.is. Glærur Allyson er hægt að nálgast hér.

  • Slökkt á athugasemdum við Þróun stafræns námsefnis sem dæmi um nýsköpun í íslensku skólakerfi: niðurstöður OECD/CERI rannsóknar
  • Email to friend
  • Blog it
  • Stay updated

Upplýsingaleit á Internetinu – Heilsa og lífsstíll, málstofa 28.4. kl. 12-13 E205

Frummælandi er Dr. Ágústa Pálsdóttir, dósent við HÍ. Erindi hennar ber yfirskriftina Upplýsingaleit á Internetinu – Heilsa og lífsstíll. Málstofan er haldin í Stakkahlíð, aðalbyggingu menntavísindasviðsins (stofu E205) á vegum RANNUM, Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun og.

Umræðuefnið er möguleikar mismunandi þjóðfélagshópa til að afla upplýsinga á Internetinu. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um mikilvægi heilsueflingar. Brýnt er að auka þekkingu á því hvernig upplýsingum og fræðslu um heilsusamlega hegðun verður komið á framfæri við mismunandi hópa í samfélaginu á sem árangursríkastan hátt. Slík þekking er afar mikilvæg og þjónar þeim tilgangi að gera miðlun upplýsinga og fræðslu markvissari og áhrifaríkari og þar með að efla og bæta forvarnarstarf á sviði lýðheilsu. Bylting hefur orðið í upplýsingaflæði undanfarin ár sem hefur haft í för með sér stórvægilegar breytingar á möguleikum til að miðla upplýsingum og þekkingu. Einkum hefur færst í aukana að miðla upplýsingum í gegnum Internetið þar sem aðferðir og leiðir hafa verið í mikilli þróun.

Í erindinu verður fjallað um aðgang þátttakenda að Internetinu frá mismunandi stöðum; hversu oft þeir leita upplýsinga um heilsu og lífsstíl samanborið við leit að upplýsingum um önnur málefni, þ.e. störf, nám, áhugamál og daglegt líf; velt verður upp þáttum sem geta haft hindrandi áhrif á upplýsingaleitina; og fjallað um mat þátttakenda á eigin færni til að leita upplýsinga á Internetinu.

Rannsóknin var framkvæmd sem póstkönnun. Úrtakið var 1000 manns, 18–80 ára, á landinu öllu. Svarhlutfall var 47%. Þátttakendur voru dregnir í fjóra hópa með k-means klasagreiningu, byggt á því hversu oft þeir leituðu upplýsinga í 22 tegundum heimilda.

Hægt er að  nálgast glærur hér. Nánari upplýsingar er að finna í nýbirtri grein eftir Ágústu:

Pálsdóttir, Ágústa. (2009). Seeking information about health and lifestyle on the Internet. Information Research 14(1), paper 389. Sótt 30. apríl 2009 af http://informationr.net/ir/14-1/paper389.html

„Röksemdir Ragnheiðar“ – Málstofa 24.3., kl. 12-13, E205

Þriðjudaginn 24. mars verður haldin málstofa á vegum RANNUM, Rannsóknarstofu
í upplýsingatækni og miðlun, í fundarherberginu E205 í húsi Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Málstofan verður í hádeginu, kl. 12-13. Umræðuefnið er tölvuvæðing grunnskólanna og er frummælandi Stefán Jökulsson, lektor við HÍ.

Innlegg hans ber yfirskriftina „Röksemdir Ragnheiðar“ og vísar hún til rannsóknarviðtals hans við„Ragnheiði Pálsdóttur“ árið 2002 en hún hefur langa reynslu sem kennari og stjórnandi á grunnskólastiginu. Í viðtalinu rökstyður hún þá skoðun sína að tölvuvæðing grunnskólanna hafi að stórum hluta mistekist. Stefán gerir grein fyrir röksemdum hennar og í framhaldinu verður rætt um það hve trúverðugur málflutningur hennar sé og hvort margt hafi breyst varðandi tölvunotkun í grunnskólum síðan viðtalið var tekið.

Styrkjamöguleikar, fundur 24.2. kl. 8.30-9.30

Fundur á vegum RANNUM verður haldinn kl. 8.30-9.30 í stofu E205, 24.2. Þá mun Sigurður Guðmundsson frá Rannsóknarþjónustu HÍ kynna styrkjamöguleika á sviði „elearning“ (vestan hafs og austan).

Stafræn gjá…. Málstofa 17.2. kl. 12.10-13.00, E205

Fyrsta málstofa RANNUM (http://wp.khi.is/rannum) verður haldin nú á þriðjudaginn 17.2. í stofu E205 í Stakkahlíðinni í hádeginu kl. 12.10-13.00.

Stafræn gjá: tölvunotkun s-afrískra og íslenskra ungmenna – áskoranir og tækifæri

Gréta Björk Guðmundsdóttir, doktorsnemi við Oslóarháskóla, og Sólveig Jakobsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ munu kynna rannsóknir á tölvunotkun ungmenna í S-Afríku og á Íslandi. Fjallað verður um stafræna hjá hvað varðar tölvuaðgengi og notkun, þekkingu og færni og rætt um áskoranir og tækifæri á hvorri hlið gjárinnar.

Komið endilega við í mötuneytinu og/eða komið með hádegisnestið á fundinn.

Glærur má nálgast hér.

Page 8 of 9:« First« 5 6 7 8 9 »