Lengja2

RANNUM / Rannsóknarstofa um upplýsingatækni og miðlun,  tekur nú þátt í rannsóknarnetinu MakEY (Makerspaces in the early years) sem er hluti af COST (European Cooperation on Science and Technology) áætluninni. Verkefnið hófst í janúar 2017 og verður á dagskrá til 30.06.2019. MakEY verkefnið heldur úti vefsíðu á ensku og einnig má fylgjast með framvindu þess á Twitter.

Íslenskir þátttakendur koma frá Háskóla Íslands / Menntavísindasviði, Háskólanum á Akureyri, Fab Lab Ísland og Uppfinningaskólanum. Hér má finna upplýsingar um alla þátttakendur í verkefninu.

Markmið verkefnisins eru:

  • Að efla rannsóknir og nýsköpun á sviði stafræns læsis og sköpunarmætti barna í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni og (hag)vöxt í Evrópu
  • Að auka rannsóknarfærni þátttakenda verkefnisins og þekkingu á sköpun, til að bæta hæfni þeirra og möguleika til starfsþróunar
  • Þróa tengslanet rannsakenda, starfsfólks í skapandi greinum og menntafólks sem geta unnið saman að því að þróa menntaefni og verkfæri til að efla stafrænt læsi barna og færni í hönnun
  • Geta veitt ráðgjöf varðandi rannsóknir, stefnumótun og þjálfun (í iðnaði og menntun) um hvernig nýsköpunarsmiðjur fyrir 3-8 ára börn geti þróast í bæði formlegu og óformlegu námsumhverfi á þann veg að börnin geti þroskað með sér þá færni og þekkingu sem stafræna öldin krefst.

Meginmarkmið verkefnisins er að ýta undir nýsköpun og efla frumkvöðlastarfsemi þeirra sem reka nýsköpunarsmiðjur, auðvelda smáfyrirtækjum á þessum vettvangi að þróa aðferðir í rekstri og að koma sér upp viðeigandi björgum til að bjóða fram viðfangsefni fyrir börn, í samstarfi við bæði óformlegar og formlegar stofnanir eða félög í samfélaginu.

Sett hafa verið fram fjögur lykilmarkmið:

  1. Að setja fram yfirgripsmikið yfirlit um hlutverk nýsköpunarsmiðja í formlegri og óformlegri menntunarreynslu barna og ungmenna.
  2. Að framkvæma vísindalegar rannsóknir til að skera úr um hvernig vísindasmiðjur geti eflt stafrænt læsi, skapandi færni og þekkingasköpun meðal ungra barna.
  3. Að þróa hugtök og viðmið til að skilgreina þátttöku ungra barna í skapandi vísinda- og tæknismiðjum.
  4. Að veita ráðgjöf og ráðleggingar um stefnumótun og starfsemi sem hlúir að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í smáfyrirtækjum og nýsköpunarsmiðjum og auðveldar notkun nýsköpunarsmiðja til að þroska stafrænt læsi í leikskólum og óformlegu námsumhverfi, svo sem í bókasöfnum og öðrum söfnum eða menningarstofnunum.

Ef óskað er nánari upplýsinga má hafa samband við:

Sólveigu Jakobsdóttur: soljak@hi.is

Skúlínu Hlíf Kjartansdóttir: shk10@hi.is