Spurt um tilvísanir

Spurning:
Af hverju eru allar tilvísanir hafðar í sviga en ekki í neðanmálsgreinum eða aftanmálsgreinum?

Svar:
Þetta er gert til hagræðis fyrir lesandann, svo textinn sé læsilegri. Það þykir þægilegra fyrir lesanda að sjá tilvísunina strax í lesmáli þeirrar greinar eða bókar sem hann les í stað þess að þurfa að líta neðst á síðuna, ef um neðanmálsgreinar er að ræða, eða aftast ef um aftanmálsgreinar er að ræða.

Spurning:
Skiptir máli hversu margir höfundar einnar heimildar eru þegar tilvísun er skráð? Eru ekki allar tilvísanir skráðar með sama hætti?

Svar:
Það er mismunandi eftir fjölda höfunda hvernig og hvort nöfn þeirra eru skráð. Sjá nánar um nöfn höfunda hér.

Spurning:
Hvar eiga tilvísanir að vera? Í upphafi málsgreinar eða í enda hennar eða kannski beint á efni nafni fræðimannsins sem um ræðir?

Svar:
Allar upplýsingar um staðsetningu tilvísana er að finna hér á leiðbeiningavefnum. Meginreglan er hins vegar sú að vísa til heimildar um leið og heimild er opnuð svo lesandi velkist ekki í vafa um hvaðan efnið er fengið.

Spurning:
Á Aðalnámskrá að vera skáletruð í texta eða ekki?

Svar:
Hér er bent á tvær leiðir til að skrá Aðalnámskrá í heimildaskrá. Það sem er skáletrað í heimildaskrá er líka skáletrað í texta, þetta fer því eftir því hvor leiðin er valin.