Spurt um tilvitnanir

Spurning:
Á ég að auðkenna beinar tilvitnanir með því að bæta við gæsalöppum, draga textann inn og minnka letrið?

Svar:
Ef um stutta orðrétta tilvitnun er að ræða (styttri en 40 orð) er nóg að auðkenna hana með gæsalöppum og fella hana beint inn í textann þinn. Ef tilvitnunin er lengri er hún aðskilin frá meginmáli með því að draga textann inn og er þá gjarnan einnig með minna letri.

Spurning:
Hvort er betra að nota beinar eða óbeinar tilvitnanir?

Svar:
Almennt er mælt með því að stilla beinum tilvitnunum í hóf. Fremur skal orða hugsun höfundar með eigin orðum. Sjá nánar um hvenær nota skal beinar tilvitnanir hér.

Spurning:
Í ritrýndum greinum sem ég nota kemur margt áhugavert fram, þar sem vitnað er í aðrar heimildir. Má ég nota þetta og vitna þá í heimildina mína eða þarf ég að leita að frumheimildinni?

Svar:
Það er betra að vísa í frumheimild. Aðeins er vísað í millilið í undantekningartilfellum ef ekki gengur að finna frumheimildina af einhverjum ástæðum. Meira um frumheimildir og afleiddar heimildir.