Tungumál

  • Heimildaskrá með verki, grein, ritgerð eða bók, skal vera á því tungumáli sem verkið er skrifað á. Í heimildaskrá með verki á íslensku skal íslenska alla liði sem ekki eru beinlínis sérnöfn:

ritstjóri (editor), ritstj. (ed.),
bls. (p./pp.),
og (&)

  • Erlendar borgir skal íslenska ef þær eiga sér viðurkennd íslenskt heiti:

París (Paris), Ósló (Oslo), Kaupmannahöfn (København, Copenhagen, Kodaň), Prag (Praha, Prague), Feneyjar (Venezia, Venedig, Venice, Benátky)

  • Smekksatriði er hvort íslenska skal erlend örnefni ef íslenskt heiti er ekki mjög algengt eða sérviskulegt:

Lundúnir (London), Þuslaþorp (Dusseldorf), Nýja Jórvík (New York).

  • Öll sérnöfn, nöfn höfunda og heiti útgáfufyrirtækja skal skrifa stafrétt eins og á titilsíðu eða í titli heimildar:

Massachusetts Institute of Technology Press.
Cambridge University Press.