Um lög, reglugerðir og samþykktir

Lögum, reglugerðum og samþykktum er raðað í heimildaskrá eftir stafrófsröð. Ef vísað er til laga um sama efni, frá mismunandi ári, eru eldri lög skráð fyrst.

Lög um grunnskóla nr. 49/1991.

Lög um grunnskóla nr. 91/2008.

Reglugerð um hávaða nr. 724/2008.

Samþykkt um hundahald í Reykjavík, með síðari breytingum nr. 153/2005 og 410/2007  nr. 52/2002.


Ef titlar efnis úr stjórnsýslu eru langir má stytta þá í tilvísun. Þá þarf að taka mið af umfjöllun í texta varðandi hversu mikið má stytta þá svo þeir vísi lesanda samt sem áður á réttan stað í heimildaskrá.

(samþykkt um hundahald í Reykjavík nr. 52/2002) eða samþykkt um hundahald í Reykjavík (nr. 52/2002)


Um aðalnámskrá


Síðast uppfært 11. nóvember 2014