Um aðalnámskrár

Aðalnámskrár, sem gefnar eru út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa reglugerðargildi. Aðalnámskrár má skrá í heimildaskrá á tvo vegu, eins og reglugerð eða eins og skýrslu. Nánar um skráningu aðalnámskrár í heimildaskrá.


Drög að lögum, reglugerðum eða námskrám

Drög að lögum, reglugerðum eða námskrám, sem lögð eru fram til kynningar eða umsagnar á neti, hafa enga stjórnskipunarlega þýðingu. Drögin eru skráð með sama hætti og skýrslur.
Titlar og merkingar á efni eins og þessu geta verið ófullnægjandi. Þá getur reynst gott að bæta við viðbótarupplýsingum um tegund heimildar innan hornklofa á eftir titli.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012). Aðalnámskrá grunnskóla 2012: Íslenska, íslenska sem annað tungumál og íslenskt táknmál [drög til umsagnar]. Reykjavík: Höfundur.