Útgáfusætið

[höfundarsætið]. [tímasætið]. [titilsætið]. [útgáfusætið]. [vefsætið].

Í útgáfusætinu kemur fram hvar heimild er prentuð og hvaða útgáfufyrirtæki stóð að útgáfunni. Á milli útgáfustaðar og útgáfufyrirtækis er tvípunktur. Meginreglan er sú að fylla skuli út útgáfusæti allra prentaðra heimilda nema tímaritsgreina, laga og reglugerða.


Útgáfustaður

Skrá skal þá borg þar sem viðkomandi verk var gefið út, ekki landið nema borgin komi ekki fram. Ef verk hefur komið út í mörgum borgum skal skrá þá fyrstu. Ekki skal skrá ríki nema borgin sé lítt þekkt eða til aðgreiningar frá öðrum borgum, til dæmis ef margar borgir með sama nafni eru til (þetta á oft við um bækur gefnar út í Bandaríkjunum).

Rúnar Helgi Vignisson. (1990). Nautnastuldur. Reykjavík: Forlagið.

Hirschfeld, L. A. (1996). Race in the making: Cognition, culture and the child’s construction of  human kinds. Cambridge, MA: Massachusetts Institute of Technology Press.

Hecht, T. (1998). At home in the street (10. útgáfa). New York: Cambridge University Press.


Útgáfufyrirtæki        

Skrá skal heiti útgáfufyrirtækis en ekki rekstrarform þess. svo sem (hf., ehf., Inc., Corp.). Sleppa skal augljósum upplýsingum eins og Bókaútgáfan Bjartur, & Co, Wiley & sons.

Gestur Guðmundsson. (2012). Félagsfræði menntunar: Kenningar, hugtök, rannsóknir og sögulegt samhengi (2. útgáfa). Reykjavík: Skrudda. útgáfufélag.

Tatar, M. (ritstjóri). (1999). The classic fairy tales. New York: W.W. Norton. & Company.

Ef útgefandi er höfundur sjálfur er skráð “Höfundur” í stað útgáfufyrirtækis.

Ragna Freyja Karlsdóttir. (2001). Ofvirknibókin: Fyrir kennara og foreldra. Kópavogur: Höfundur.


Útgáfusætið og rafrænar heimildir

Samkvæmt APA skal almennt ekki skrá upplýsingar um útgáfu þegar vísað er til efnis af netinu. Þess í stað skal fylla út vefsæti (ýmist með DOI-númeri eða vefslóð).

Fremur stutt er síðan byrjað var að skrá bækur af neti í heimildaskrá og rík hefð er fyrir því að skrá bæði útgáfustað og útgáfufyrirtæki. Því eru skiptar skoðanir um hvort sleppa eigi þessum upplýsingum eða ekki.