DOI-númer í vefsæti

DOI (Digital Object Identifier) er föst kennitala efnis á vefnum. DOI fylgir oft fræðilegum tímaritsgreinum og þarf því að setja með öðrum upplýsingum um greinar sem hluta af heimildaskráningu.

Ef DOI-kennitala fylgir felur það í sér að greinin er á vefnum. Því þarf ekki að gefa upp sérstaklega að um rafræna útgáfu sé að ræða. Þegar DOI fylgir þarf ekki frekari upplýsingar um hvar eða hvenær grein var sótt.

Þegar DOI-númer er skráð í vefsæti er doi skrifað með litlum stöfum, þar á eftir tvípunktur og svo DOI-númerið án þess að hafa bil á milli.

Dockett, S., Einarsdottir, J. og Perry, B. (2009). Researching with children: Ethical tensions. Journal of Early Childhood Research, 7(3), 283–298. doi:10.1177/1476718X09336971