Viðbótarupplýsingar

Stundum getur verið nauðsynlegt að veita nánari upplýsingar í heimildaskrá um hlutverk þess sem kemur í stað höfundar, tegund verks, útgáfu eða þýðanda. Þessar upplýsingar eru kallaðar viðbótarupplýsingar.

Um er að ræða þrjár tegundir viðbótarupplýsinga:

  1. Viðbótarupplýsingar í höfundarsæti
  2. Viðbótarupplýsingar í titilsæti
  3. Viðbótarupplýsingar í útgáfusæti

Athugið að viðbótarupplýsingar eru ætið innan sviga eða hornklofa til aðgreiningar frá hefðbundnum bókfræðilegum upplýsingum.

Margar viðbótarupplýsingar er hægt að skrá um eina heimild.

Stundum þarf að skrá margar viðbótaupplýsingar í sama sæti, til dæmis útgáfu og ritstjóra eða þýðanda og útgáfu o.s.frv. Ef upplýsingarnar eru skráðar á sama stað sameinast svigarnir og sett komma á milli upplýsinganna.


Viðbótarupplýsingar í höfundarsæti
Viðbótarupplýsingar í titilsæti
Viðbótarupplýsingar í útgáfusæti