Viðbótarupplýsingar í útgáfusæti

Ef nauðsynlegt er að geta þess að sú útgáfa sem notast er við, sé önnur en frumútgáfa þarf að skrá það sérstaklega. Þetta á oft við um þýddar bækur. Þessar upplýsingar eru skráðar fyrir aftan útgáfufyrirtæki, innan sviga.

Dewey, J. (2000). Reynsla og menntun (Gunnar Ragnarsson, þýðandi). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (frumútgáfa 1938).

Eftir því sem lengra líður á milli útgáfa, því mikilvægara er að geta þess hvenær verkið kom upphaflega út (frumútgáfa). Ekki er hægt að gefa upp reglur um það hvenær geta skal frumútgáfu og hvenær ekki enda geta miklar breytingar átt sér stað á ólíkum fræðasviðum á ólíkum tímum og með mislöngu millibili.

Ef frumútgáfu er getið í heimildaskrá þarf að skrá bæði ártölin í tilvísun

Dewey (1938/2000).

Sjá nánar um síðari útgáfur.