Ártöl í tilvísunum

Vísað til tveggja eða fleiri verka sama höfundar         

Ef vísað er til tveggja eða fleiri verka sama höfundar í einni tilvísun skal skrá nafn höfundar og útgáfuár heimilda með kommu á milli. Raða verkunum eftir útgáfuári, það elsta fyrst.

(Bandura, 1986, 1997) 


Vísað til tveggja eða fleiri verka sama höfundar frá sama ári

Ef vísað er til tveggja eða fleiri verka sama höfundar frá sama útgáfuári þarf að aðgreina verkin með bókstaf fyrir aftan útgáfuárið. Þessi aðgreining er gerð í heimildaskránni sjálfri og er verkunum raðað eftir stafrófsröð titla.

(Dagný Kristjánsdóttir, 2001a, 2001b)
(Bandura, 1986a, 1986b, 1986c)


Vísað til tveggja eða fleiri höfunda í einu          

Ef vísað er til tveggja eða fleiri heimilda í sama tilvísunarsviga skal hafa nöfn þeirra í stafrófsröð, sömu röð og þau koma fyrir í heimildaskrá, og aðgreina þá með semíkommu (;).

(Bandura, 1997; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2008; Sigrún Aðalbjarnadóttir, 2002)