Fjöldi höfunda í tilvísunum

 Einn til tveir höfundar

Ef höfundar eru einn eða tveir eru nöfn beggja höfunda skráð í tilvísun

(Agnar Þórðarson, 2000) eða
 Agnar Þórðarson (2000)
(Wegener og Petty, 1994) eða Wegener og Petty (1994)

Í seinni tilvísunum íslenskra höfunda er nóg að skrá fornafn:

(Agnar, 2000) eða Agnar (2000)


Þrír til fimm höfundar

Ef höfundar eru þrír til fimm skal skrá nöfn allra í fyrstu tilvísun. Næst þegar vísað er til sömu heimildar er aðeins fyrsta nafnið ritað en skammstöfunin o.fl. kemur í stað hinna.

Fyrstu tilvísarnir:

(Horowitz, Post, French, Wallis og Siegelman, 1981) eða
 Horowitz, Post, French, Wallis og Siegelman (1981)
(Jón Baldvin Hannesson, Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson, 2002) eða 
Jón Baldvin Hannesson, Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson (2002)

Seinni tilvísanir:

(Horowitz o.fl., 1981) eða 
Horowitz o.fl. (1981)
(Jón Baldvin Hannesson o.fl., 2005) eða
 Jón Baldvin Hannesson o.fl. (2005)


Sex höfundar eða fleiri

Ef höfundar eru sex eða fleiri í tilvísun skal skrá nafn fyrsta höfundar í tilvísun og síðan „o.fl.“ á eftir.

(Gunnar Jónsson o.fl., 2003) eða 
Gunnar Jónsson o.fl. (2003)
(Johnson o.fl., 2006) eða 
Johnson o.fl. (2006)