Tilvitnun í myndefni

Oft nýta höfundar sér línurit, gröf og töflur annarra höfunda og fræðimanna. Þá er einnig oft vísað til teikninga, ljósmynda, uppdrátta og þess háttar.

Allt myndefni telst vera höfundarverk og vísa skal skýrt og greinilega til alls myndefnis. Geta skal bæði heimildar og höfundar. Vísa skal til myndefnis eins og allra annarra heimilda.

Dæmi:

Eins og fram kemur skýringarmynd í bók Sigríðar Pétursdóttur (1978, bls. 21) hafa bananar hátt næringarhlutfall.

Í greinargerð Valdimars Jónssonar (2010) er það rökstutt að miklu skiptir að ökumenn bifreiða sýnir hjólreiðamönnum tillitsemi og er þetta ítrekað með ljósmyndum (sjá t.d. bls. 13 og 78).


Afritun eða notkun myndefnis