Tilvitnun í orðalag (bein tilvitnun)

Með tilvitnun í orðalag (beinni tilvitnun) er átt við að texti sé tekinn orðrétt upp úr heimild. Þegar það er gert þarf að auðkenna textann sértaklega þannig að lesandi sjái strax að um tilvitnun í orðalag er að ræða. Þetta er yfirleitt gert með því að afmarka textann innan gæsalappa eða með því að skilja hann frá meginmáli ritgerðar.


Hafa þarf í huga

Hafa þarf í huga afmörkun tilvitnana í orðalag, staðsetningu gæsalappa, inndrátt, nákvæmni og mögulegar breytingar.

Tilvitnanir í orðalag, sem auðkenndar eru með gæsalöppum eða inndregnar, verða að fylgja frumtexta nákvæmlega að öllu leyti hvað varðar stafsetningu og leturbreytingar. Gömul stafsetning á að halda sér en leiðrétta má augljósar stafsetningarvillur.


Hvenær á að vitna til orðalags?

Mælt er með því að tilvitnunum í orðalag sé beitt í hófi. Höfundur á ekki að nota orðréttar tilvitnanir til að segja það sem hann vill sjálfur sagt hafa. Heimild kemur ekki í stað höfundar.

Tilvitnanir í orðalag (beinar tilvitnanir) eru oft notaðar í eftirfarandi tilvikum:

  • Þegar vísað er í biblíuna eða önnur trúarrit, lög, reglugerðir eða opinber fyrirmæli, t.d. aðalnámskrá
  • Þegar sérstaklega er verið að taka til umræðu textann sjálfan, skilgreiningu, kenningu, skoðun eða túlkun sem felst í tilvitnun
  • Þegar orðalag er á einhvern hátt sérstakt, hnyttið eða skáldlegt.

Athugið að þetta þýðir ekki að það megi ekki vitna efnislega í ofangreind rit og oft getur það verið æskilegra heldur en að vitna orðrétt í þau.

Um beinar tilvitnanir í texta á erlendu tungumáli.


Langar og stuttar tilvitnanir í orðalag
Breytingar á tilvitnun í orðalag