Myndræn framsetning tölfræði

Töflur og myndir gera höfundi kleift að setja fram mikið af upplýsingum á skýran og auðskiljanlegan hátt. Erfitt getur verið að greina á milli hvað er tafla og hvað er mynd. Einfalda reglan er sú að töflur einkennast af dálkum og röðum.

Myndir – línurit, gröf, teikningar, ljósmyndir eða aðrar útskýringar án texta.
Töflur –
gildum/upplýsingum raðað á skipulegan hátt í dálka og raðir.

Myndir og töflur eru oftast óþarfar í inngangs- og umræðukafla greinar en oft er ástæða til að nota myndræna framsetningu í niðurstöðukafla.


Til þess að töflur og myndir virki sem best skiptir máli að vanda til verksins. Góð myndræn framsetning á gögnum getur verið áhrifarík leið til að koma upplýsingum á framfæri.

Nokkur atriði til að hafa í huga við myndræna framsetningu gagna:

  • Ef bera á saman myndir skal staðsetja þær nálægt hvor annarri og passa að ásar séu sambærilegir
  • Staðsetja merkingar þannig að ekki fari á milli mála fyrir hvaða gildi þær standa
  • Nota skýrt og nægilega stórt letur
  • Nægar upplýsingar þurfa að koma fram til þess að myndin eða taflan geti staðið ein, án frekari útskýringa
  • Ekki nota óþarfa skreytingar

Ekki er ástæða til að búa til töflur ef upplýsingarnar er hægt að setja fram í lesmáli á skýran og einfaldan hátt.


Myndir og töflur skal merkja með númeri, eftir þeirri röð sem þær birtast fyrst í textanum, óháð því hvort nánari umfjöllun um þær komi fram síðar í lesmálinu. Myndir eru númeraðar fyrir neðan myndina en töflur fyrir ofan.


Ef notað er myndefni annarra þarf í flestum tilfellum að fá skriflegt samþykki höfundar og vísa til þeirra eins og annarra heimilda. Sjá nánar hér.


Myndir
Töflur