Myndir

Til eru margar tegundir mynda, til dæmis línurit, gröf, teikningar, ljósmyndir og fleira. Nokkur grundvallaratriði eru þau sömu í framsetningu þeirra. Meta þarf gildi þeirra upplýsinga sem myndinni er ætlað að veita. Ef myndin er ekki annað en endurtekning á því sem kemur fram í lesmáli er hún óþörf. Mynd er ekki alltaf besta leiðin til að koma upplýsingum á framfæri, stundum er tafla betri eða texti. Myndir þurfa að sýna aðalatriði, vera einfaldar, skýrar, auðskiljanlegar, í samhengi og veita mikilvægar upplýsingar. Flóknar myndir eru oft ekki til að einfalda og eru óþarfar.

Dæmi um vel gerða mynd:


Mynd 1. Meðaleinkunn í tölfræði eftir árum

Dæmi um misheppnaða mynd:


Mynd 2. Meðaleinkunn

Hér eru sömu upplýsingar settar fram í tveimur mismunandi myndum. Mynd 2 gefur til kynna mikinn mun á meðaleinkunn í tölfræði á milli ára. Á mynd 1 sést hins vegar að lítill munur var á einkunnum á tímabilinu. Hér skiptir máli að velja rétt gildi á Y-ásinn til að tryggja það að myndin veiti ekki villandi upplýsingar. Mynd 2 er óskýrari og erfiðara að lesa úr henni en mynd 1. Árin 1999 og 2006 koma fram á mynd 2 en engin gildi fyrir þau ár svo þau eru óþörf. Titill myndarinnar er ekki nógu lýsandi fyrir hana og ásarnir eru ómerktir.


 Síðast uppfært 2. apríl 2014