Töflur

Ef tölfræðiniðurstöður eru settar fram í töflu er vísað í töfluna í texta. Sagt er frá því helsta sem fram kemur í töflunni, það á ekki að endurtaka í lesmáli allar þær upplýsingar sem er að finna í töflunni. Mikilvægt er að auðvelt sé að lesa úr töflu. Greina þarf á einfaldan hátt á milli dálka og raða. Línur eru notaðar til að afmarka fyrirsagnir, dálkaheiti og samtölur. Í öðrum tilfellum er almennt nóg að aðgreina dálka og raðir með bili. Þær upplýsingar sem koma fram skal takmarka við það sem skiptir máli. Röð þeirra atriða sem fram koma ræðst af því hvað töflunni er ætlað að sýna. Gildi sem koma fram í töflunni og á að bera saman eiga að vera hlið við hlið. Meta þarf hversu marga aukastafi þarf að sýna eftir þeim gögnum sem verið er að kynna. Ef töflu er ætlað að meta námsárangur nemendahóps er öllum einkunnum nemenda raðað eftir gildum. Ef verið er að bera saman námsárangur eftir kyni, er einkunnum skipt eftir kyni og einkunnum stúlkna og drengja raðað hlið við hlið til að gera samanburð auðveldan. Sömu upplýsingar eiga ekki að koma fram í fleiri en einni töflu, betra er að sameina töflur.

Dæmi um vel gerða töflu:

Dæmi um misheppnaða töflu:

Töflurnar tvær hér að ofan, þar sem fram koma sömu upplýsingar, sýna hversu miklu máli það skiptir að töflur séu vel gerðar svo þær gefi skýra og rétta mynd af þeim upplýsingum sem settar eru fram. Í töflu 1 eru notaðir tveir aukastafir fyrir einkunnir og einn fyrir staðalfrávik. Í töflu 2 eru einkunnir settar fram í heilum og hálfum tölum og enginn aukastafur notaður fyrir staðalfrávik. Þetta getur ranga mynd af niðurstöðum, í töflu 2 virðast konur vera með hærri einkunn en karlar og dreifing einkunna sú sama hjá báðum kynjum. Hið rétta er þó að karlar voru að meðaltali með hærri einkunn og dreifing einkunna var heldur meiri hjá konum en körlum, eins og sést í töflu 1. Erfiðara er að lesa úr töflu 2, í henni kemur ekki fram hversu margar konur og karlar voru í hópnum. Titill hennar er ekki nógu lýsandi og dálkar ekki rétt merktir.