Val á heimildum

Meðferð – val og mat á heimildum

Auk þess að gæta að réttri meðferð heimilda er nauðsynlegt er að vanda valið á heimildum og meta áreiðanleika þeirra. Oft fer það eftir því á hvaða vettvangi og í hvaða tilgangi ritsmíð er skrifuð hvers konar heimildir eru notaðar.

Leggið mat á heimildirnar. Metið hvort viðkomandi heimild sé áreiðanleg, hvort þið séuð sammála höfundi og hvort einhverjir aðrir hafa gagnrýnt skrif hans eða dregið í efa.

Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga við mat á heimildum:

 • Hvers virði er heimild?
  –      Er líklegt að hún sé áreiðanleg?
  –      Hvað skiptir máli fyrir viðfangsefnið?
 • Höfundur og vinnubrögð hans
  –      Tengsl við viðfangsefnið: Þekking, hagsmunir
  –      Notkun heimilda: Notar höfundur heimildir trúverðuglega
 • Aldur heimildar
  –      Frumheimild eða afleidd heimild
  –      Allar heimildir eru frumheimildir um sjálfa sig og höfund sinn

Heimildir á netinu

Lítið sem ekkert eftirlit er með efni á vefnum. Vefstjórn ritrýnir ekki efnið og hver sem er getur skrifað hvað sem er á vefnum.

Ábyrgðaraðilar: Oft er höfundar efnis ekki getið á vefnum. Stundum er flókið að hafa upp á höfundi eða ábyrgum aðila.

Leitarvélar á borð við Google og Altavista vísa oft á ómarktækt efni eða úrelt. Þegar leit er slegin í leitarvél koma „bestu“ síðurnar ekki upp efst á skjánum.

Alfræðisöfn og gagnabankar á netinu: Varið ykkur á gagnabönkum á netinu. Hér má nefna Wikipedia sem dæmi. Þetta er opinn leitarvefur þar sem hver sem telur sig sérfræðing á ákveðnu sviði getur sett inn grein.  Sumir eru raunverulega sérfræðingar og margar greinarnar eru góðar. Aðrar eru morandi í villum.


Frumheimildir
Afleiddar heimildir