Hér lími ég inn skjáupptöku sem ég tók upp með vefþjónustunni Screenr.com
Það er hægt að taka upp á skjánum og Screenr líkist Camtasia eða Emission að því leyti. Einnig er hægt að taka upp úr vefmyndavél. Það er hægt að skrá sig inn í Screenr með twitter notendanafni og það kostar ekkert. Skjáupptakan getur verið 5 mínútur.
Það er hægt að horfa á upptökuna þannig að hún nái yfir skjáinn.

Hér er kynning á Screenr Screenr:
Screenr: free web based screencasting tool by ClintLalonde.net
Hér er 4 mínútna upptaka sem ég (Salvör) tók upp

Hér er annað dæmi um skjáupptöku í Screenr

Þetta kennir á lítið og einfalt vefverkfæri til að poppa upp myndir

Ég prófaði þetta verkfæri sem er á slóðinni http://artandmobile.com/tiltshift/ og umbreytti mynd af sjálfri mér. Hér er afraksturinn:

Salvör

Salvör