Tónmennt og tónmenntakennsla

Einfaldir þríhljómar

Einhvers staðar verður maður að byrja og það getur verið gott að hefja leikinn á því að skoða þríhljóma í sinni einföldustu mynd. Með einungis þremur þríhljómum er hægt er að komast upp með að spila nánast hvaða lag sem er!

Hér má sjá heitin á hvítu nótunum. 

Hljómborð nótnanöfn        Piano_Key_Chart

Þríhljóma má búa til með því að setja saman þrjá tóna sem hljóma saman

Hér ætlum við að einbeita okkur að þríhljómum sem byrja á hvítum nótum

Hljómarnir hér fyrir neðan heita eftir neðsta/fyrsta tóninum í hljómnum (C dúr byrjar á C , osfrv.)

C dúr C dúr  C mollC moll

D dúrD dúr   D mollD moll

E dúr E dúr  E mollE moll

F dúrF dúr   F mollF moll

G dúrG dúr   G mollG moll

A dúrA dúr   A mollA moll

B dúrB dúr   B mollB moll

Nær allir þessir þríhljómar hafa annað hvort eina svarta nótu í miðjunni eða allar nótur hvítar. Á þessu eru tvær undantekningar.

Hvaða tveir hljómar eru öðruvísi?

Hversu margir af dúrhljómunum eru með einni svartri nótu í miðjunni?

Hversu margir af mollhljómunum eru með einni svartri nótu í miðjunni?