Tónmennt og tónmenntakennsla

Tónlistarefni fyrir „Komdu og skoðaðu“ bækurnar

Námsefnið „Tónlist rauði þráðurinn í bekkjarkennslu á yngsta stigi grunnskólans“ er fyrir almenna bekkjarkennara sem nota Komdu og skoðaðu… bækurnar í kennslu sinni og vilja flétta tónlist inn í þá kennslu.

Námsefnið sem hér er að finna er samið af Sigurlínu Jónsdóttur í tengslum við M.Ed. ritgerð sem hún skrifaði vorið 2014 við Menntavísindasvið, undir leiðsögn Helgu Rutar Guðmundsdóttur.

Þetta er stuðningsefni fyrir bekkjarkennara sem vilja flétta tónlist inn í daglega kennslu á yngsta stigi. Sigurlína byggir efnið í kringum bækurnar “Komdu og skoðaðu…” þar sem viðfangsefnin eru afar fjölbreytt. “Komdu og skoðaðu…” námsefnið samþættir fjölmargar námsgreinar yngsta stigsins en þó ekki námsgreinina TÓNMENNT. Með efninu sem Sigurlína hefur tekið saman fá kennarar í hendurnar stórt SÖNGVASAFN og leiðbeiningar með fjölmörgum hugmyndum að tónlistarhlustun og tónlistarleikjum sem bekkjarkennarar geta notað í þeim tilgangi að gera nám barnanna skemmtilegra og fjölbreyttara.

Í ritgerð Sigurlínu kemur fram að nýlegar rannsóknir benda til þess að tónlist í skólastofunni auki hjálpsemi og samvinnu nemenda við að leysa verkefni. Tónlist í skólastofunni eykur ánægju og bætir líðan allra en ekki síst þeirra sem eiga undir högg að sækja s.s. nýbúar og einstaklingar sem eiga við tilfinninga- eða námserfiðleika að etja.
ddddddd
Hér fyrir neðan er tónlistarefnið og leiðbeiningar fyrir kennara sem fylgir „Komdu og skoðaðu“ bókunum. Unnt er að prenta út pdf skjölin með leiðbeiningunum, en athugið að í hverju skjali eru FJÖLMARGAR KRÆKJUR á tónlistarefni sem finna má á vefnum
kkkkk

Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu eldhúsið
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu fjöllin
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu hafið
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu himingeiminn
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu hringrásir
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu landakort
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu landnámið
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu land og þjóð
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu líkamann
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu sögu mannkyns
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu umhverfið
Tónlistarefni með: Komdu og skoðaðu tæknina

HÉR má ná í PDF skjal sem inniheldur skema þar sem fram koma nokkur dæmi um söng- og hlustunarefni sem nota má við samþættingu tónlistar við „Komdu og skoðaðu” bækurnar. Tónlistarefnið er tengt við ákveðnar blaðsíður og því auðvelt að nota þetta skema.