Foreldrasamstarf er viðfangsefni í kennaranámi og um það fjallað í ýmsum námskeiðum í námi verðandi leik- og grunnskólakennara. Ljóst er að það er meðal þeirra viðfangsefna sem margir kennaranemar óska eftir að fái meiri athygli. Að því er unnið m.a. við mótun og þróun fimm ára kennaranáms við Háskóla Íslands.

Á vori 2011 lauk síðasti kennarahópurinn námi sem fékk grunnskólakennararéttindi að lokinni B.Ed. gráðu. Sá hópur var í námskeiðinu Nám og kennsla – fagmennska kennara þar sem foreldrasamstarf var meðal viðfangsefna.

Foreldrasamstarf er m.a. til umfjöllunar á nýju námskeiði fyrir grunnskólakennaranema sem er kennt í fyrsta sinni á haustmisseri 2011 og hér má sjá námskeiðslýsingu í kennsluskrá; Nám og kennsla í skóla án aðgreiningar

Jafnframt verður foreldrasamstarf til umfjöllunar á fimmta námsári í námskeiðinu Nám og kennsla: Fagmennska í starfi.