Kynningar skjámyndbandahóps 21/3 kl.13 – 16.40

Dagana 21. – 23. mars er staddur hér á landi norrænn hópur á vegum Nordic GeoGebra Network. Hópurinn vinnur að hagnýtingum GeoGebru og skjámyndbanda í stærðfræðikennslu. Hann samanstendur af kennurum á ýmsum skólastigum og meistaranemum. Kynning á starfi hópsins verður haldin í H207 í Stakkahlíð kl. 13 – 16.40 föstudaginn 21/3. Ágrip eru í pdf skjali hér fyrir neðan.

Dagskrá

13.00 – 13.05 Freyja Hreinsdóttir

13.05 – 14.10 Thomas Lingefjärd, Eva-Lena Cederman og Maria Utterberg

14.10 – 14.40 Ilze France og Anete Zaca

14.40 – 15.00 Sirje Philap

15.00 – 15.30 Kaffihlé

15.30 – 16.10 Jonas Hall og Håkan Elderstig

16.10 – 16.40 Rokas Tamosiunas og Marius Zakarevicius

16.40 – 17.00 ?

Agrip_SC_group_NGGN

GeoGebrudagur í MK 14. nóvember kl. 16 – 18

Dagskráin er eftirfarandi:

·     Setning (Freyja Hreinsdóttir)

·      GeoGebruráðstefna í september í Danmörku (Bjarnheiður Kristinsdóttir)

·       Kynning á sprotasjóðsverkefninu „Skapandi námsmat í stærðfræði með hjálp upplýsingatækni “ (Guðrún Angantýsdóttir og Vilhjálmur Þór Sigurjónsson)

·      „Breytistærðir og föll í Geogebru, námsefni í stærðfræði“  vefur (Ingólfur Gíslason)

·      GeoGebra á Ipad (Valgarð Már Jakobsson)

·      Kaffi í boði MK

·      Vinnustofur

o   Byrjendur / Einföld atriði í GeoGebru

o   Lengra komnir / CAS táknreiknikerfið í GeoGebru

o   Grunnskólakennarar / GeoGebra eða Desmos á Ipad?

Skráning hér:

https://docs.google.com/forms/d/1CgB2HfIPz9_kGTg3CW2VZC2qBOFY0QhyJgGMPa00Cw4/viewform

 

 

GeoGebrudagar eru öllum opnir. Ekkert þátttökugjald en skráning er nauðsynleg vegna veitinga og skipulags og henni lýkur þriðjudaginn 12. nóvember.

Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Þór Sigurjónsson (vts@mk.is)

 

Fjórða norræna GeoGebruráðstefnan verður haldin í Kaupmannahöfn 20 – 22. september 2013

Fjórða ráðstefnan á vegum Nordic GeoGebra Network verður haldin í Kaupmannahöfn í haust. Frestur til að senda inn ágrip vegna fyrirlesturs er til 15. maí. Nánari upplýsingar eru hér

 

 

GeoGebrudagur í MK föstudaginn 22. febrúar kl. 14.30 – 17.30

GeoGebrudagurinn verður haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi

Dagskrá:

Kl. 14.30 – 15.00 Inngangur – Freyja Hreinsdóttir og Vilhjálmur Þ. Sigurjónsson

kl. 15.00 – 17.30 Vinnustofur (nánari lýsingar neðar á síðunni). Kaffihlé kl. 16.00

  • GeoGebra fyrir byrjendur – Guðrún M. Jónsdóttir og Alexandra Viðar (Kvennó)
  • Screen Cast (Skjámyndbandagerð) – Vilhjálmur Þ. Sigurjónsson (MK) og Atli Guðnason (FG)
  • GeoGebra fyrir lengra komna – Freyja Hreinsdóttir (HÍ)

Kl. 18.30 Saffran – sameiginlegur kvöldverður fyrir þá sem vilja

Þátttökugjald er kr. 5000 sem greitt er með millifærslu við skráningu. Innifalið í því er kaffi og námsgögn. Kennarar hafa möguleika á að sækja um endurgreiðslu á þátttökugjaldi til Vonarsjóðs (grunnskólakennarar) og Vísindasjóðs (framhaldsskólakennarar), sjá www.ki.is .

Allur ágóði af GeoGebrudeginum rennur til GeoGebra á Íslandi sem skipuleggur GeoGebrudaginn í samstarfi við MK.

Athugið að nauðsynlegt er að mæta með eigin fartölvu. Opið net verður á staðnum svo þeir sem ekki hafa hlaðið niður GeoGebra á tölvuna sína geta fengið aðstoð við það.

Ef áhugi er fyrir hendi fara þátttakendur saman og borða kvöldmat kl. 18.30 á veitingastaðnum Saffran, Dalvegi 4 Kópavogi. Vinsamlegast látið vita við skráningu hvort þið hafið áhuga á þessu. 

Skráning  (smellið á tengil) í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar

Þátttökugjald greiðist með millifærslu úr einkabanka á reikning HÍ

Nafn: Háskóli Íslands

Númer: 0137-26-000476 

Kennitala: 6001692039 

Skrifið 147372 GeoGebrudagur sem skýringu og sendið kvittun úr einkabanka á freyjah@hi.is

Nánar um dagskrá:

Í inngangsfyrirlestri verður fjallað um nokkrar nýjungar í GeoGebra 4.2, hvað er framundan í alþjóðasamfélaginu og norrænu samstarfi tengu GeoGebru. Einnig verður fjallað um notkun á GeoGebru í MK.

GeoGebra fyrir byrjendur: vinnustofan er ætluð kennurum (á hvaða skólastigi sem er) sem ekki hafa notað GeoGebru áður. Kynnt verða helstu tæknileg atriði hugbúnaðarins og þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á ýmsum léttum verkefnum.

Screen Cast(Skjámyndbandagerð): vinnustofan er ætluð kennurum sem hafa unnið með GeoGebru áður. Kynntur verður ókeypis hugbúnaður sem nota má til að búa til stutt myndbönd sem tengjast notkun GeoGebru og upplýsingatækni í skólastarfi.

Fjallað verður um mögulega notkun í kennslu, en að minnsta kosti er hægt að sjá fyrir sér þrjár mismunandi leiðir til að nýta tæknina. Þátttakendur fá tækifæri til að búa til eigin myndbönd, sem þeir geta svo nýtt í kennslu.

Tenglar:  http://screencast-o-matic.com/   http://www.techsmith.com/jing.html

GeoGebra fyrir lengra komna: hér verður kynnt táknreiknikerfið (CAS), notkun GeoGebra í línulegri algebru (tveir grafískir gluggar), forritun ofl. Þátttakendur geta valið verkefni sem þeir vinna að undir leiðsögn.

Niðurhal á GeoGebra á http://www.geogebra.org

GeoGebra á Íslandi á http://www.geogebra.is

 

 

Alþjóðleg ráðstefna IGI í Búdapest í sumar

International GeoGebra Institute heldur alþjóðlega ráðstefnu dagana 22. – 25. ágúst 2013 í Búdapest, Ungverjalandi. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

GeoGebradagur

Tengill á efnið hans Benna er hér 

 

GeoGebrudagur 23. nóvember 2012

GeoGebrudagur

23. nóvember 2012 klukkan 16 – 18

Stofa H208 í húsnæði MVS við Stakkahlíð

 

Dagskrá:

·       Freyja Hreinsdóttir: Hvað er á döfinni í alþjóðlega GeoGebrusamfélaginu og hér á Íslandi?

·       Benedikt Steinar Magnússon kennari við HÍ segir frá því hvernig hann notar GeoGebru við kennslu í Stærðfræðigreiningu I.

·       Vilhjálmur Þór Sigurjónsson kennari við Menntaskólann í Kópavogi segir frá því hvernig MK hyggst nota GeoGebra á skipulagðan hátt í flestum stærðfræðiáföngum.

·       Önnur framlög frá kennurum? 10 – 15 min. framlög frá kennurum sem nota GeoGebru eru velkomin, hafið gjarnan samband við freyjah@hi.is ef þið hafið áhuga.

·       Umræður, t.d.

–        viljum við halda innlenda GeoGebruráðstefnu?

–        hvernig geta þeir sem fóru á III Nordic GeoGebra Conference í  Eistlandi miðlað því sem þeir lærðu til annarra kennara hér á Íslandi?

–        hvernig geta skólar sem nota GeoGebru unnið saman?

–        hvernig getum við aukið virkni á facebook síðu áhugamanna um GeoGebra á Íslandi? Vill einhver frekar búa til öðruvísi síðu/hóp

 

Allir velkomnir, engin skráning nauðsynleg!

III Nordic GeoGebra Conference

Þriðja norræna GeoGebruráðstefnan verður haldin í Eistlandi 14. – 16.  september 2012. Skráning með ráðstefnugjaldi 120 evrur til 15. júní, hækkar í 200 evrur eftir það. Nú þegar hafa 11 íslendingar skráð sig. Skráning á http://hylblog.edu.hel.fi/wpmu/ggtartu12/.  Ágrip fyrir fyrirlesta og vinnustofur eru hér abstracts_Estonia

Ýmsar aðrar upplýsingar eru hér:  Upplysingar_um_radstefnu_GeoGebra

Sumarvinna við GeoGebra og námsefnisgerð – 3 störf

Á vef vinnumálastofnunnar eru auglýst tvö störf tengd GeoGebra, þau eru fyrir námsmenn milli anna eða fólk á atvinnuleysisskrá. Upplýsingar fást með því að smella á “900 ný störf…..” á vef vinnumálastofnunnar, http://www.vinnumalastofnun.is. Nauðsynlegt er að sækja um gegnum vinnumálastofnun. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2012.

Starfslýsing: Vinna við þýðingar og aðlögun á námsefni fyrir nýja útgáfu hugbúnaðarins GeoGebra. Vinna við vefsíðuna http://www.geogebra.is með námsefni og vinna að þýðingum á ýmsu efni af vefsíðunni http://www.dynamathmat.eu/ sem tengist notkun upplýsingatækni við stærðfræðikennslu. Nánari upplýsingar freyjah@hi.is

Einnig er leitað að háskólanema til að vinna að gerð og uppsetningu krossaspurninga fyrir námskeiðið Algebra og föll við Menntavísindasvið HÍ. Umsóknir og upplýsingar freyjah@hi.is.

 

Ráðstefna í Eistlandi 14. -16. september 2012

Hér í viðhengi eru upplýsingar á íslensku um ráðstefnuna. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en fyrir utan aðalfyrirlestra verða á ráðstefnunni vinnustofur, stuttir fyrirlestrar og veggspjöld. Ráðstefnan er fyrir áhugafólk um notkun GeoGebra á öllum skólastigum.Upplysingar_um_radstefnu_GeoGebra