GeoGebrudagur í MK föstudaginn 22. febrúar kl. 14.30 – 17.30

GeoGebrudagurinn verður haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi

Dagskrá:

Kl. 14.30 – 15.00 Inngangur – Freyja Hreinsdóttir og Vilhjálmur Þ. Sigurjónsson

kl. 15.00 – 17.30 Vinnustofur (nánari lýsingar neðar á síðunni). Kaffihlé kl. 16.00

  • GeoGebra fyrir byrjendur – Guðrún M. Jónsdóttir og Alexandra Viðar (Kvennó)
  • Screen Cast (Skjámyndbandagerð) – Vilhjálmur Þ. Sigurjónsson (MK) og Atli Guðnason (FG)
  • GeoGebra fyrir lengra komna – Freyja Hreinsdóttir (HÍ)

Kl. 18.30 Saffran – sameiginlegur kvöldverður fyrir þá sem vilja

Þátttökugjald er kr. 5000 sem greitt er með millifærslu við skráningu. Innifalið í því er kaffi og námsgögn. Kennarar hafa möguleika á að sækja um endurgreiðslu á þátttökugjaldi til Vonarsjóðs (grunnskólakennarar) og Vísindasjóðs (framhaldsskólakennarar), sjá www.ki.is .

Allur ágóði af GeoGebrudeginum rennur til GeoGebra á Íslandi sem skipuleggur GeoGebrudaginn í samstarfi við MK.

Athugið að nauðsynlegt er að mæta með eigin fartölvu. Opið net verður á staðnum svo þeir sem ekki hafa hlaðið niður GeoGebra á tölvuna sína geta fengið aðstoð við það.

Ef áhugi er fyrir hendi fara þátttakendur saman og borða kvöldmat kl. 18.30 á veitingastaðnum Saffran, Dalvegi 4 Kópavogi. Vinsamlegast látið vita við skráningu hvort þið hafið áhuga á þessu. 

Skráning  (smellið á tengil) í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar

Þátttökugjald greiðist með millifærslu úr einkabanka á reikning HÍ

Nafn: Háskóli Íslands

Númer: 0137-26-000476 

Kennitala: 6001692039 

Skrifið 147372 GeoGebrudagur sem skýringu og sendið kvittun úr einkabanka á freyjah@hi.is

Nánar um dagskrá:

Í inngangsfyrirlestri verður fjallað um nokkrar nýjungar í GeoGebra 4.2, hvað er framundan í alþjóðasamfélaginu og norrænu samstarfi tengu GeoGebru. Einnig verður fjallað um notkun á GeoGebru í MK.

GeoGebra fyrir byrjendur: vinnustofan er ætluð kennurum (á hvaða skólastigi sem er) sem ekki hafa notað GeoGebru áður. Kynnt verða helstu tæknileg atriði hugbúnaðarins og þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á ýmsum léttum verkefnum.

Screen Cast(Skjámyndbandagerð): vinnustofan er ætluð kennurum sem hafa unnið með GeoGebru áður. Kynntur verður ókeypis hugbúnaður sem nota má til að búa til stutt myndbönd sem tengjast notkun GeoGebru og upplýsingatækni í skólastarfi.

Fjallað verður um mögulega notkun í kennslu, en að minnsta kosti er hægt að sjá fyrir sér þrjár mismunandi leiðir til að nýta tæknina. Þátttakendur fá tækifæri til að búa til eigin myndbönd, sem þeir geta svo nýtt í kennslu.

Tenglar:  http://screencast-o-matic.com/   http://www.techsmith.com/jing.html

GeoGebra fyrir lengra komna: hér verður kynnt táknreiknikerfið (CAS), notkun GeoGebra í línulegri algebru (tveir grafískir gluggar), forritun ofl. Þátttakendur geta valið verkefni sem þeir vinna að undir leiðsögn.

Niðurhal á GeoGebra á http://www.geogebra.org

GeoGebra á Íslandi á http://www.geogebra.is