Sumarvinna við GeoGebra og námsefnisgerð – 3 störf

Á vef vinnumálastofnunnar eru auglýst tvö störf tengd GeoGebra, þau eru fyrir námsmenn milli anna eða fólk á atvinnuleysisskrá. Upplýsingar fást með því að smella á “900 ný störf…..” á vef vinnumálastofnunnar, http://www.vinnumalastofnun.is. Nauðsynlegt er að sækja um gegnum vinnumálastofnun. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2012.

Starfslýsing: Vinna við þýðingar og aðlögun á námsefni fyrir nýja útgáfu hugbúnaðarins GeoGebra. Vinna við vefsíðuna http://www.geogebra.is með námsefni og vinna að þýðingum á ýmsu efni af vefsíðunni http://www.dynamathmat.eu/ sem tengist notkun upplýsingatækni við stærðfræðikennslu. Nánari upplýsingar freyjah@hi.is

Einnig er leitað að háskólanema til að vinna að gerð og uppsetningu krossaspurninga fyrir námskeiðið Algebra og föll við Menntavísindasvið HÍ. Umsóknir og upplýsingar freyjah@hi.is.