GeoGebrudagur 23. nóvember 2012

GeoGebrudagur

23. nóvember 2012 klukkan 16 – 18

Stofa H208 í húsnæði MVS við Stakkahlíð

 

Dagskrá:

·       Freyja Hreinsdóttir: Hvað er á döfinni í alþjóðlega GeoGebrusamfélaginu og hér á Íslandi?

·       Benedikt Steinar Magnússon kennari við HÍ segir frá því hvernig hann notar GeoGebru við kennslu í Stærðfræðigreiningu I.

·       Vilhjálmur Þór Sigurjónsson kennari við Menntaskólann í Kópavogi segir frá því hvernig MK hyggst nota GeoGebra á skipulagðan hátt í flestum stærðfræðiáföngum.

·       Önnur framlög frá kennurum? 10 – 15 min. framlög frá kennurum sem nota GeoGebru eru velkomin, hafið gjarnan samband við freyjah@hi.is ef þið hafið áhuga.

·       Umræður, t.d.

–        viljum við halda innlenda GeoGebruráðstefnu?

–        hvernig geta þeir sem fóru á III Nordic GeoGebra Conference í  Eistlandi miðlað því sem þeir lærðu til annarra kennara hér á Íslandi?

–        hvernig geta skólar sem nota GeoGebru unnið saman?

–        hvernig getum við aukið virkni á facebook síðu áhugamanna um GeoGebra á Íslandi? Vill einhver frekar búa til öðruvísi síðu/hóp

 

Allir velkomnir, engin skráning nauðsynleg!