GeoGebruskólar

GeoGebra á Íslandi hefur ákveðið að tilnefna vissa skóla sem GeoGebruskóla. Til að vera GeoGebruskóli þarf skóli að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Meirihluti stærðfræðikennara notar GeoGebru við kennslu
  2. Allir nemendur læra að nota GeoGebru sem hjálpartæki við stærðfræðinám sitt
  3. Stjórn skóla sér til þess að tæknilegur stuðningur sé fyrir hendi fyrir þá kennara sem velja að nota GeoGebru við kennslu

GeoGebruskólar skipuleggja tvo GeoGebrudaga á ári í samráði við GeoGebra á Íslandi. Þeir skólar sem hafa áhuga á þessari tilnefningu hafi samband við einhvern stjórnarmann GeoGebra á Íslandi.

GeoGebruskólar eru:

  • Menntaskólinn í Kópavogi