Nordic GeoGebra Network

GeoGebra á Íslandi er aðili að Nordic GeoGebra Network sem er samstarfsnet aðila í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Litháen, Noregi og Svíþjóð.

Samstarfsnetið hefur haldið þrjár ráðstefnur: á Íslandi (2010), Litháen (2011) og Eistlandi (2012). Á ráðstefnunum hittast stærðfræðikennarar á öllum skólastigum og deila þekkingu sinni um notkun GeoGebru við stærðfræðikennslu.

Vefsíða netsins er nordic.geogebra.no/. Þar er safnað saman glærum af ráðstefnum sem hafa verið haldnar.