Tónlist

Áhrif tónlistarhlustunar á líðan
Ýmsar rannsóknir benda til þess að tónlist hefur merkjanleg áhrif á líðan fólks. Viðbrögð við tónlist geta verið mjög einstaklingsbundin og því er ekki hægt að alhæfa um áhrif mismunandi tónlistar á líðan einstaklinga. Tónlist kallar á mismunandi viðbrögð í heilanum. Viðbrögðin fara eftir því hvernig tónlistin hljómar, hvort hún er kunnugleg, hvort hún kallar fram ákveðnar tilfinningar eða hvort hún vekur upp minningar. Tónlist sem tengist ákveðnum atvikum í lífi manns getur seinnaframkallað minningar og vakið upp sömu tilfinningar og hún vakti þegar atvikið átti sér stað. Áhrif tónlistar á líðan getur því tengst reynslu einstaklingsins. Þó eru ákveðnir frumþættir í tónlist sem hafa svipuð áhrif á flesta einstaklinga. Hröð tónlist hefur oftast örvandi áhrif, líkamshreyfingar verða takfastar og hjartslátturinn eykst. Hinsvegar hefur hæg tónlist róandi áhrif, blóðþrýstingur getur lækkað og öndun orðið jafnari.

Við látum hér fylgja með nokkur tónlistarmyndbönd sem við teljum að hafi almennt gleði-og hamingjuvekjandi áhrif  og hins vegar róandi og slakandi áhrif. Vonandi njótið þið vel.

Heimildir
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=23880