Leiðir til vellíðunar

Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. Ef við höfum ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá höfum við ekki heilsu fyrir tímann á morgun. Andleg og líkamleg heilsa hafa gagnverkandi áhrif og talið er að bein tengsl séu á milli líkamlegra sjúkdóma og andlegs álags. Andleg og líkamleg vanlíðan geta leitt til lélegra afkasta í starfi og námi. Menntastefna Aðalnámskrá framhaldskóla (2011) felst í sex grunnþáttum sem eiga að fléttast inn í allt skólastarf og er heilbrigði og velferð einn þessara þátta. ,,Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla‘‘ (Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011. Almennur hluti. Bls.21). Verkefnið okkar er unnið með þessi orð að leiðarljósi.

Heimildir
Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti 2011. Sótt 20.mars 2013 af: http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-framhaldsskola/
Vinnueftirlit Ríkisins. Vellíðan í vinnunni. Sótt  20.mars af: http://www.vinnueftirlit.is/vinnueftirlit/upload/files/fraedsluefni/baeklingar/vellidan_i_vinnunni.pdf